FæðubótarefniMataræði

Blóðsykur í jafnvægi

Hvað getur hjálpað okkur við að ná stjórn á blóðsykrinum?

  • Forðast öll einföld kolvetni (sykur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón, kartöflur, og fleira).
  • Borða heilkorn (heilkornabrauð, heilkornapasta, hýðishrísgrjón)
  • Baunir eru góðar fyrir flesta (farið samt varlega í magnið, því þær geta verið þungmeltar).
  • Borða mikið grænmeti.
  • Fara varlega í ávextina (ekki fleiri en 3 á dag).
  • Borða vel af próteini ( kjöt, fisk, fuglakjöt, egg, tofu).
  • Passa að fá nóg af góðri fitu.
  • Ef við horfum á diskinn hjá okkur, þá ætti ¼ að vera prótein og fita, ¼ kolvetni (gróf) og ½ grænmeti og ávextir. Þetta þurfum við að hugsa um í tengslum við allar máltíðir.
  • Aldrei að borða bara kolvetni. Alltaf að blanda saman kolvetni, fitu, próteini og grænmeti. Það veldur því að sterkjan (sykrurnar) frásogast hægar út í blóðið.
  • Minnka kaffidrykkju (kaffi hefur áhrif á blóðsykur).
  • Draga úr streitu eins og mögulegt er (streita hefur slæm áhrif á blóðsykur).
  • Hæfileg líkamsrækt, í því formi sem okkur finnst skemmtileg, er algjör nauðsyn ef við ætlum að ná stjórn á blóðsykrinum.
  • Ýmis bætiefni geta verið gagnleg, s.s. omega fitusýrur, zink, króm og fleira.
Previous post

Krumpaðir dúkar

Next post

Slæmir tíðarverkir

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *