MataræðiÝmis ráð

Nokkur góð ráð fyrir meltingu um jól og aðventu

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti er þekkt fyrir námskeiðin sem hún hefur haldið í  Heilsuhúsinu og stóð hún fyrir námskeiðinu “Góð melting – Gleðileg jól”. Í nýjasta Heilsupóstinum frá Heilsuhúsinu er að finna nokkur ráð frá Ingu, sem létta undir með meltingunni þegar hún er undir auknu álagi eins og á þessum árstíma.

SÍTRÓNA – Volgt vatn með sítrónu getur gert kraftaverk sé það drukkið á fastandi maga á morgnana. Sítróna er sýrujafnandi og örvar meltinguna til góðra verka.
MELTINGARHVETJANDI JURTIR – Ýmsar blöndur eru til sem örva framleiðslu líkamans á meltingarensímum og galli. Þær skal taka með mat.
MELTINGARENSÍM – Geta hjálpað til við niðurbrot fæðunnar og sérstaklega þegar meltingin er undir miklu álagi eins og á jólum og stórhátíðum. Mælt með að taka 30 mínútum fyrir máltíð eða í upphafi máltíðar.
BETAIN HCL – Sýra í töfluformi sem getur hjálpað til við niðurbrot fæðu, sérstaklega próteinríkrar fæðu, svo sem kjöts. Tekið með máltíðum.
BAKTERÍU- OG SVEPPADREPANDI JURTIR – Hvítlaukur, Grape fruit seed extract (GSE) og oregano eru allt jurtir með mikla bakteríu- og sveppadrepandi virkni. Tekið allt að 3 sinnum á dag.
MELTINGARGERLAR (Probiotics) – Hjálpa til við að byggja upp æskilega þarmaflóru og vinna á móti vindgangi. Tekið inn kvölds og morgna. Einnig er sniðugt að drekka safa sem gerjaðir eru með mjólkursýrugerlum.
L-GLUTAMIN – Amínósýra sem getur grætt upp slímhúðina í meltingarveginum og komið í veg fyrir frekari óþolsmyndun.
LIFRARSTYRKJANDI OG HREINSANDI JURTIR – Mjólkurþistill, fíflarót, ætiþistill og fleiri jurtir geta gert gæfumuninn við að hjálpa lifrinni að ráða við jólaálagið.

Margar fleiri jurtir og hjálparefni eru til sem geta gagnast meltingarfærunum, svo sem regnálmur, fjallagrös, Triphala blandan, magnesíum og Glucomannan trefjar.

Hörfræ og Chia fræ hafa mjög góð og smyrjandi áhrif á meltinguna. Fræin eru lögð í bleyti og við það mynda þau slím eða gel sem er óskaplega gott fyrir hægðirnar og hreinsandi fyrir meltingarveginn.

Það er hægt að nota ýmis ráð sem virka vatnslosandi ef bjúgur safnast fyrir. Gullrís te (Golden seal) frá Vogel virkar mjög vel, en einnig er hægt að fá birkite, safa og töflur sem gagnast mörgum. Ennfremur er hægt að prófa nettlute, safa eða hylki sem og fíflablaða safa.

En svo er um að gera að gleyma ekki að huga að góðu mataræði á þessum tíma sem og öðrum og gæta hófs í góðgætinu 🙂

Previous post

Ert þú með gersveppaóþol (Candida Albicans)?

Next post

Hvítur sykur eða Hrásykur?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *