GrænmetisréttirUppskriftir

Pönnusteikt tofu með furuhnetum

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti er búin að vera dugleg að senda okkur uppskriftir og birtum við þær hér á næstu dögum.

  • 1 bakki ókryddað tofu (best þetta danska frá Yggdrasil)
  • 3 msk. extra virgin ólífuolía
  • 3 msk. sítrónusafi
  • 2 tsk. karrý
  • 3 hvítlauksrif (kramin eða rifin)
  • 2 tsk. rifið engifer
  • 1 msk. tamari sósa
  • 4 msk. furuhnetur

 

Hellið vatninu af tofuinu og pressið það aðeins með eldhúspappír til að ná mesta vatninu úr.

Skerið það svo í ½ til 1 cm. þykkar sneiðar.

Leggið í fat.

Blandið saman restinni af hráefnunum að undanskyldum furuhnetunum.

Hellið blöndunni yfir tofuið og látið standa í ca. 3 tíma.

Steikið svo á pönnu.

Ristið furuhneturnar og hellið yfir áður en þið berið það fram.

Gott að bera fram með grænu salati, pönnusteiktu grænmeti og híðishrísgrjónum.

 

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir, Næringarþerapisti

Previous post

Kryddaðar "franskar" sætar kartöflur

Next post

Crepes með grænmeti og bygggrjónum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *