Drykkir og hristingarUppskriftir

Bragðbætt vatn

Við vitum það öll hve hollt og nauðsynlegt er fyrir okkur að drekka að minnsta kosti 8 glös af vatni á dag. En stundum er það nú svo að okkur langar ekki endilega í allt þetta vatn og þörfnumst smá fjölbreytni. Því ætti bragðbætt vatn að vera kærkomin tilbreyting. Hér eru nokkrar tillögur sem að sniðugt væri að prófa.

Engifer og myntuvatn

  • 5 cm bútur af engiferrót, þvegin og skorin í bita
  • 3 greinar af ferskri myntu
  • 2 l vatn

Kremjið varlega engiferrótina og myntuna í morteli. Blandið saman við vatnið og látið standa í ísskáp í klukkutíma.

 

Agúrkuvatn

  • ½ meðalstór agúrka
  • 1 sítróna, þvegin og skorin í báta
  • 2 l vatn

Flysjið agúrkuna, skerið hana eftir endilöngu og í sneiðar. Setjið útí vatnið með sítrónunum og látið standa í ísskáp klukkutíma.

Lime og rósmarínvatn

  • 1 lime, þvegið og skorið í báta
  • 1 grein af fersku rósmarín
  • Safi úr einni appelsínu og börkur af ½ appelsínu
  • 2 l vatn

Setjið limebátana og rósmarín í vatnið. Skerið ysta lagið af berki hálfrar appelsínu, best er að nota flysjárn Setjið útí vatnið, ásamt appelsínusafanum. Látið standa í ísskáp í klukkutíma.

Svo er um að gera að nota hugmyndaflugið og prófa sig áfram.
Uppskrift: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Fjallagrasate

Next post

Hummus

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *