Heilsubankinn Me­fer­ir
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 
Me­fer­ara­ili
KristÝn Kristjßnsdˇttir
Hˇmˇpati, LCPH.
Pˇstn˙mer: 105
KristÝn Kristjßnsdˇttir
 
Me­fer­ar- og ■jˇnustua­ilar

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Brjˇstagj÷f me­ a­sto­ hˇmˇpatÝu - fyrri hluti Prenta Rafpˇstur

 Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur - Fyrri hluti

Brjóstagjöf er almennt mjög gefandi og nærandi reynsla þegar allt gengur vel, en getur einnig valdið miklum vonbrigðum, skapraunum og örvæntingu ef við upplifum erfiðleika við að koma reglu á brjóstagjöfina.

Það geta legið margar ástæður að baki þess að erfiðleikar koma upp við brjóstagjöf. Þær geta verið vegna erfiðrar fæðingar, tilfinningalegra vandamála eins og fæðingarþunglyndis, vanlíðunar eða kvíða. Einnig geta komið upp vandamál vegna líkamlegra kvilla, eins og sprungnar geirvörtur, magakrampar og svo framvegis. Hómópatía getur hjálpað í þessum tilfellum, ásamt fleiri góðum aðferðum. Til dæmis getur verið gott að nudda brjóstið létt og leggja á það heita og kalda bakstra. Það er um að gera að gæta þess að fá næga hvíld og gefa sér góðan tíma í brjóstagjöfina. Svo er mikilvægt að drekka mikið af vatni og láta brjóstin tæmast vel þegar verið er að mjólka eða gefa.

Ef eftirfarandi ráð og remedíur leysa ekki vandamálið á skömmum tíma, þá hvet ég þig til að leita frekari aðstoðar.

Belladonna: Við bráða bólgutilfelli er Belladonna yfirleitt fyrsta remedían sem gripið er til. Takið hana inn á klukkutíma fresti við brjóstabólgu, ef hiti og stífla er í brjóstinu, eða sláttur.

Bryonia: Hentar venjulega fyrir hægra brjóstið ef það er hart og heitt. Bryonia virkar sérstaklega vel ef allar hreyfingar og heitir bakstrar valda miklum sársauka.

Phytolacca: Notuð ef brjóstið er hart og hnúðótt, eða ef hnúðarnir verða sársaukafullir og kýli gætu verið að byrja að myndast.

 

MAGAKRAMPI

Eftirfarandi remedíur nýtast vel fyrir börn með magakrampa.

Chamomilla: Notist ef barnið er pirrað, hægðir eru grænar á litinn, barnið dregur hnén upp að maga þegar verkirnir eru og ef einkennin verða sérstaklega slæm í kringum níuleytið á kvöldin.

Mag Phos: Notist ef barnið er þreytt og úrvinda og með snögga krampaverki .

Belladonna: Ef barnið er heitt, eirðarlaust, með útþaninn kvið og sveigir bakið aftur.

 

MÓÐIRIN ÞREYTT EFTIR BRJÓSTAGJÖF

China: Notist ef móðir er veikburða eftir vökvatap við fæðingu eða brjóstagjöf.

Silica: Notist ef móðir er veikburða, hefur orðið fyrir þyngdartapi og er orkulítil.

 

YFIRFULL BRJÓST

Belladonna: Notist ef brjóstin eru full, heit og það flæðir úr þeim. 

Bryonia: Notist ef brjóstin eru þrútin og full og ef þau eru verri við hreyfingu.

Calc carb: Notist ef brjóstin eru stór og óþægileg, nóg af mjólk en léleg gæði.

 

AÐ VENJA BARN AF BRJÓSTI

Það er alltaf talið best að venja barnið af brjóstinu hægt og rólega. Stundum er þó ekki hægt að koma því við af margs konar ástæðum.

Lac Caninum og Pulsatilla eru notadrjúgar til að minnka mjólkina þegar verið er að venja barnið af brjósti. Sum börn verða kvekkt eða upplifa aðra erfiðleika þegar gjöfum er hætt og þá gæti heildræn remedía komið að góðum notum.

Þetta eru nokkur dæmi þar sem remedíur hjálpa við ákveðin vandamál. Þetta er þó engan veginn tæmandi listi og gott er að leita til Hómópata ef frekari aðstoðar er þörf.

  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn