FæðubótarefniMataræði

Melatonín

Hormónið Melatonín myndast aðallega í heilaköngli. Þetta er gríðarlega mikilvægt hormón sem álitið er að fínstilli líkamsklukkuna í okkur. Rannsóknir sýna að Melatonín hefur sennilega mörgum öðrum mikilvægum hlutverkum að gegna.

Mikilvægast er hvað það er öflugt andoxunarefni. Á þann hátt vinnur það gegn öldrun og á sama hátt getur það unnið á móti of háum blóðþrýstingi, hjartaáföllum og krabbameini.

Einnig örvar Melatonín ónæmiskerfið og hefur áhrif á gæði svefns. Talað hefur verið um að Melatonín geti haft jákvæð áhrif til minnkunar skammdegisþunglyndis.

Það sem helst hefur áhrif á framleiðslu Melatoníns er dagsbirtan. Framleiðslan eykst á kvöldin og nær hámarki um miðja nótt en svo dregur hratt úr henni þegar dagsbirtan fellur á augun.

Það er þó fleira sem hefur áhrif á framleiðslu Melatoníns og geta margvíslegar daglegar athafnir styrkt framleiðsluna. Þar má nefna:

  • Að borða reglulega og á svipuðum tíma.
  • Að borða lítið og létt á kvöldin
  • Að forðast koffein. Þar á meðal kaffi, te (annað en jurtate), gosdrykki og lyf sem innihalda koffein.
  • Að forðast líkamsþjálfun seint á kvöldin.

Margir taka Melatonín sem bætiefni til að koma reglu á svefn og eins hefur Melatonín hjálpað til við flugþreytu fyrir þá sem þurfa að ferðast mikið. Miklu skiptir að taka Melatonín á réttum tímum til að það hafi rétta virkni.

Ekki er ráðlegt fyrir konur sem stefna á þungun að taka inn þetta hormón þar sem það getur komið í veg fyrir egglos.

Höfundur: Hildur M. Jóndsóttir

Previous post

Acidophilus

Next post

B12 vítamín (Kóbalamín)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *