Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

Fróðleikur um vítamín Prenta Rafpóstur

Vítamín eru lífræn efnasambönd sem eru okkur lífsnauðsynleg. Við þurfum þau í mjög litlum skömmtum en ef við fáum ekki nóg af hverju og einu þeirra koma fram hörguleinkenni. Við fáum vítamínin úr fæðunni og einnig getum við tekið þau inn sem bætiefni. Ef fólk tekur inn vítamín í töfluformi ætti það að athuga að taka þau inn með mat þar sem við þurfum efni úr fæðunni til að nýta vítamínin.

Vítamínin eru ýmist vatns- eða fituleysanleg. Vatnsleysanleg vítamín stoppa aðeins í um 4 til 24 stundir í líkamanum og það magn sem við ekki nýtum skolast út með þvagi. Fituleysanlegu vítamínin geta geymst í fituvefjum líkamans og ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum safnast þau fyrir í líkamanum. Samkvæmt bókinni ,,Bætiefnabiblían" geta tilbúin fituleysanleg vítamín valdið eituráhrifum en ekki þau sem koma úr náttúrunni, jafnvel þótt þeirra sé neytt í stórum skömmtum.

B og C vítamín eru vatnsleysanleg og þarf því að neyta þeirra daglega. A, D, E og K vítamín eru fituleysin. Hægt er þó að fá þau í vatnsleysanlegri útgáfu og er ráðlegt fyrir fólk sem er á fiturýru mataræði að taka þau inn.

Vítamín skal geyma á köldum og dimmum stað. Eftir að vítamínglas er opnað geymist það í allt að tólf mánuði.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn