Fræðslumolar um meðferðirFræðsluskjóðan

Tannþráður í stað hnífs

Til að skera kökubotn í tvennt, ef á að setja krem eða aðra fyllingu á milli, er auðveldast að nota tannþráð. Þannig fást fallegir og jafnir hlutar. Bregðið einfaldlega tannþræðinum utan um kökubotninn og togið svo í sundur. Gætið þess að þráðurinn liggi nokkurn veginn um kökuna miðja til þess að tryggja jafna botna.

Einnig er notkun á tannþræði í stað hnífs, frábær leið til að skera fallegar og jafnar ostaköku- og skyrtertusneiðar. Þá er best að skera alla kökuna áður en hún er lögð á borðið og nota til þess tannþráð. Tannþráðurinn er lagður yfir kökuna miðja og togað ákveðið niður, síðan er hann færður til að skera næstu sneið.

Previous post

Að flysja smælki

Next post

Stífir rennilásar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *