HómópatíaMeðferðir

Gagnsemi Hómópatíu við áföllum

Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur 

Ef þú veist að þú hefur aldrei náð þér eftir að hafa lent í andlegu eða líkamlegu áfalli, þá eru miklar líkur á að hómópatía geti hjálpað þér á einhvern hátt. 

  • Ertu með tíða höfuðverki sem komu eftir að þú fékkst höfuðáverka? Þá er líklegt að Arnica eða Natrium Sulphuricum geti gert heilmikið fyrir þig.
  • Hefur þú fengið langvarandi uppköst, niðurgang eða misst mikið blóð af einhverri ástæðu, sem hefur valdið ofþornun og þú hefur aldrei náð að jafna þig? Ef svo er þá gæti China eða Phosphoricum Acidum komið að notum.
  • Hefur þú misst mikinn svefn í lengri tíma og það hefur haft mikil áhrif á þig í starfi eða einkalífi? Þá gætu Cocculus, Nux Vomica eða Nitricum Acidum komið að góðum notum
  • Svo eru það þeir sem fá allskonar kvilla eftir að hafa reiðst eða orðið illir. Ef það á við um þig, þá gætu Chamomilla eða Colocynthis hentað þér. Ungabörn sem eru á brjósti fá oft magakrampa, verða óvær og ná ekki að sofna ef móðirin gefur, stuttu eftir að hún reiðist.
  • Sumir þola illa að vera úti í köldu íslensku roki, enda oft með hita, eyrnaverk, hósta og/eða nefrennsli. Að taka inn Aconite með 10 – 30 mín millibili í 3-6 skipti, strax og einkennin byrja, eftir að hafa verið illa klæddur úti, getur hjálpað líkamanum að jafna sig fyrr.

Afleiðingar af slysum. stórum og smáum, er hægt að lagfæra með hómópatíu. Því fyrr sem remedían er tekin eftir atburðinn, því fljótar verður líkaminn að bregðast við ójafnvæginu og leiðrétta það sem fór úrskeiðis. Það skiptir þó ekki máli hvort atburðurinn átti sér stað fyrir klukkustund eða fyrir 10 árum, hómópatían getur komið til hjálpar.

Einn stærsti lykillinn að því að finna remedíu er að vita af hverju og hvernig ákveðið vandamál byrjaði. Svo eru það einkennin sem vísa leiðina að betri heilsu. Það geta verið svo ótalmargar ástæður fyrir veikindum. Talaðu við hómópata og athugaðu hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þig.

Previous post

Arnica - remedían ómissandi

Next post

Einkenni með augum hómópatíunnar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *