Heilsubankinn MatarŠ­i
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Jˇlagrautur Prenta Rafpˇstur
Í tilefni af viðtalinu við hana Þorbjörgu í dag á vefnum er ekki úr vegi að birta uppskrift eftir manninn hennar, hann Umahro af dýrindis ávaxtagraut fyrir jólin.

Berja-epla-peru-döðlugrautur…án sykurs!

Fyrir 4 persónur

300 gr frosin bláber
300 gr frosin hindber eða jarðarber
2 epli, skorin í grófa bita
2 perur skornar í grófa bita
40 döðlur steinlausar, grófsaxaðar
1/2 tsk vanilluduft
1 tsk kanelduft
1/2 tsk kardemommuduft
1 mjög lítill hnífsoddur sjávar- eða steinsalt
1 mjög lítill hnífsoddur nýmalaður svartur pipar
2 dl vatn

Setjið allt innihaldið í pott og stillið á meðalhita. Látið krauma í u.þ.b. 45 mín, þar til ber, döðlur og ávextir eru "uppleyst". Munið að hræra við og við svo að grauturinn brenni ekki. Þú getur látið grautinn vera eins og hann er eftir suðu eða hrært hann saman í blender eða með töfrasprota.

Loksins ávaxtagrautur sem innihleldur aðeins ávexti, kryddjurtir og svolítið vatn. Skoðið "venjulegan" tilbúinn ávaxtagraut. Þar er meira af sykri en ávöxtum. Þetta er villandi – ætti ekki frekar að kalla grautinn "sykur-og ávaxtagrautur” – sérlega óhollur".

Grautinn er hægt að borða heitan sem kaldan. Það klæðir hann vel að hella örlitlum (soja)rjóma út á. Grautinn er einnig hægt að nota til að laga "alvöru" ávaxtajógurt. Blandið hreinu jógúrti í ávaxtagrautinn og útkoman er frábær og mun hollari en hefðbundið ávaxtajógurt sem í raun ætti að heita "sykur-og ávaxtajógúrt".  Njótið vel - Umahro.

  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn