Heilsubankinn Heilsubankinn
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 
Spjallsvæðið
┴ d÷finni

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Vi­tal vi­ Ůorbj÷rgu Hafsteinsdˇttur Prenta Rafpˇstur

Einn af uppáhaldsmálsháttunum mínum er: ,,Það sem einn maður gerir, getur annar maður gert". Þetta hafði ég í huga þegar ég lagði leið mína inn í Heilsuhúsið í Lágmúla til að hitta hana Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista og eiga við hana stutt spjall.

thumb_thorbjorgÞorbjörg er 47 ára gömul, geislar af krafti og vellíðan og er greinilega í toppformi. Hún hefur verið áberandi í sínu starfi hér á landi síðustu ár og hefur gustað um hana. Ekki bara vegna þess hve rösk hún er og glaðlynd, heldur hefur hún einnig mætt andstæðum skoðunum úr hinu hefðbundna heilbrigðiskerfi og margur hefur orðið argur út í þau fræði sem hún heldur á lofti.

Ég segi bara, hún hlýtur að vera að gera eitthvað rétt miðað við hvernig hún sjálf lítur út og miðað við þær sögur sem ég hef heyrt frá fólki sem hefur fengið annað og betra líf eftir hennar handleiðslu.

Samanber málsháttinn hér að ofan, væri ekki ráð að reyna að læra af svona fólki í stað þess að reyna að stoppa það af?

Við komum okkur fyrir inni í viðtalsherbergi Þorbjargar og ég byrjaði á að spyrja hana út í búsetu hennar í Danmörku.

Ég var bara 18 ára þegar ég fluttist út. Ég fór út til að vera móðursystur minni innan handar en fljótlega kynntist ég manninum mínum og barnsföður og hvarf það þá af dagskránni að flytjast heim aftur.

Við maðurinn minn fyrrverandi eigum þrjár yndislegar og flottar stelpur saman og eru þær elstu farnar að heiman en litla prinsessan, sem er 12 ára, býr hjá mér aðra vikuna, en hjá föður sínum hina vikuna. Og þá vikuna sem hún er hjá pabba sínum, kem ég til Íslands til að vinna en hina vikuna vinn ég á stofunni minni úti í Danmörku.

Hvernig kom til að þú fékkst þennan brennandi áhuga á heilsu og næringu?

Það má segja að ég hafi vaknað af Þyrnirósarblundi 22ja ára gömul, þegar ég var ófrísk af elstu stelpunni minni. Þá fór ég að spá í hvað ég var að láta ofan í mig. Ég kynntist Candida mataræðinu og fór að sleppa öllum sykri og fleiru út úr mataræði mínu. Og það var hreinlega eins og að vakna úr dái, ég áttaði mig á að ég hafði alltaf farið hálfdofin í gegnum lífið þar sem mataræðið hafði sljóvgað athygli mína svo mikið og valdið mér alls kyns öðrum óþægindum.

Ég náði í skottið á hippakynslóðinni og lærði mikið af þeirri heimspeki sem þá var í gangi og svo lagðist ég í bækur og safnaði að mér fræðslu og vitneskju um allt sem sneri að heilsu og mataræði. Ég ferðaðist einnig mikið og dró í mig fróðleik frá þeim stöðum. Var m.a. talsvert í Marokkó og þar á mörkuðunum lærði ég heilmikið um jurtir og lækningarmátt þeirra.

Þegar ég var með tvær eldri stelpurnar mínar litlar, þá opnaði ég heilsubúð og tehús í Kaupmannahöfn og í gegnum þá reynslu öðlaðist ég líka gríðarlega mikinn fróðleik. Meðal annars hélt ég íslenskum vörum á lofti, eins og lýsinu og íslensku ullinni, og held ég að ég hafi verið sú fyrsta til að bjóða Dönum Lýsi til kaups. En ég var svo sem ekki sterkust á svellinu þegar kom að viðskiptum og var ég agaleg þegar kom að þeirri hlið. Viðskiptavinirnir mínir voru ýmist fátækir námsmenn, sem ég vildi helst gefa vörurnar og hins vegar forríkar frúr sem tímdu ekki að eyða krónu og hafði ég því ekki mikinn áhuga á að þjónusta þær.

Eftir þriggja ára kaupmannsstörf, ákvað ég að selja verslunina og fara í nám. Áhugi minn var þá þegar kveiknaður á næringarþerapíunni en ég ákvað að taka fyrst hjúkrunarfræði og hafa hana með, þar sem næringarþerapían hefur ekki enn verið viðurkennd sem sérstök heilbrigðisgrein. Og strax að loknu hjúkrunarnáminu, þar sem ég útskrifaðist með hæstu einkunn, byrjaði ég í næringarþerapíunni. Þar sem það er ekki styrkt nám vann ég á elliheimili samhliða, til að borga fyrir námið en það var eina skiptið sem ég vann í hjúkruninni.

Ég útskrifaðist sem næringarþerapisti árið 1990 og fór strax að vinna sjálfstætt. Ég opnaði fljótlega eigin stofu í Kaupmannahöfn og fyrir um 10 árum fór ég einnig að koma til Íslands með næringarþerapíuna. Ég kom ekki oft til að byrja með, svona í eina viku, annan hvern mánuð en nú er ég nær jafnmikið á Íslandi eins og í Danmörku.

Hvenig er að vinna á Íslandi, samanborið við Danmörku? Erum við ekki aftar á merinni heldur en Danirnir í þessum málum?

Danir eru auðvitað miklu upplýstari um til dæmis lífrænar vörur og þær hafa verið þar almennt á boðstólnum miklu lengur en hér og þar er líka hægt að versla þær á hóflegu verði. En það er rosalega gaman að vinna á Íslandi. Íslendingar eru svo fljótir að taka við nýjungum og tilbúnir að prófa sig áfram. Það sem hins vegar vantar í Íslendinga er úthald, þeir stökkva á nýjungar en halda ekki endilega út. Þarna er auðveldara að vinna með Dönum, þeir fylgja hlutum betur eftir. Íslenska þjóðin er svolítið eins og unglingur, hún á það til að rjúka úr einu í annað.

Hvernig er þinni vinnu háttað?

Mitt starf byggist að mestu á viðtölum og fræðslu. Ég er mikið með námskeið og fyrirlestra en mitt aðalstarf fer fram í viðtalsformi þar sem ég leiðbeini fólki með næringu, lífsstíl og bætiefni, til að fólk nái heilsu og betri líðan.

Þeir sem koma til mín í meðferð þurfa að koma með matarskýrslu og heilsufarssögu. Við förum svo yfir þetta saman og skoðum hvað viðkomandi vill vinna með og hvert hann vill ná. Ef fólk er með flókin heilsufarsvandamál sendi ég oft sýni til greiningar erlendis og sérstaklega ef læknar þess eru jákvæðir til samvinnu og er það sem betur fer er að aukast.

Við erum þó ekki komin eins langt í hugsun í þessum málum og t.d. í Danmörku. Þar er ég til dæmis að vinna við hliðina á lækni í verkefni sem snýr að hegðunarvandamálum hjá unglingspiltum og stúlkum.

Á Íslandi er ekki kominn mikill vilji til samstarfs frá hinu hefðbundna heilbrigðiskerfi. Ég var til dæmis á fyrirlestri um daginn hjá fólki sem var búið að ná frábærum árangri í að vinna með einhverfu hjá barninu sínu í gegnum mataræði. Þarna á fyrirlestrinum voru tveir læknar í áheyrendahópnum og vildu þeir helst draga úr öllum fullyrðingum foreldranna um hvað væri búið að gagnast þeim og var tíðrætt um að ekki væru komnar nógu miklar rannsóknir til að styðja við það sem þau voru að halda fram. Ég gat nú bara ekki setið á mér og sagði að hvað sem þau væru búin að vera að gera, væri greinilegt að það væri að hafa gríðarlega góð áhrif og þau ættu bara að halda því áfram. Og einnig gæti nú ekkert slæmt hlotist af því þó aðrir færu að þeirra ráðum þar sem ekki væri neitt hættulegt á ferðinni við það til dæmis að taka út mjólkurvörur úr mataræðinu.

Og eru þetta þá ekki bara góð lokaorð á fínu viðtali, ef eitthvað er að hafa góð áhrif, afhverju eigum við ekki að notast við það?

Þeir sem vilja fræðast meira um Þorbjörgu
geta lesið sér til á http://www.10grunnreglur.com/
  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn