MataræðiÝmis ráð

Hnetur og möndlur

Hnetur og möndlur eru hollustufæði. Þær innihalda mjög mikið prótein og ættu að vera hluti af daglegu fæði okkar. En varast skal að borða of mikið af þeim daglega því að þær innihalda hátt fituhlutfall. Þær innihalda líka mikið af E-vítamíni, fólínsýru, magnesíum, kopar, trefjar og mikið af andoxunarefnum. Stútfullar af næringarefnum.

Góðu fitusýrurnar sem að eru í hnetum hafa verið mikið rannsakaðar og hefur komið í ljós að þær geti dregið úr áhættu á t.d. hjartasjúkdómum. Einnig hefur verið sýnt fram á að hæfilegt magn af hnetum daglega geti hjálpað til við að draga úr “slæma” kólesterólmagni líkamans og bæta upp “góða” kólesterólið. Einnig getur hnetuát hjálpað til við útvíkkun æðanna og komið í veg fyrir æðakölkun.

Rannsókn var gerð á heilsufari 86.016 hjúkrunarfræðinga, yfir 14 ára tímabil. Þessi rannsókn leyddi í ljós að þær sem að borðuðu lúkufylli af hnetum á dag, fimm daga vikunnar, drógu verulega úr líkum þess að fá hjartasjúkdóma. Tíðni dauðsfalla vegna þeirra lækkaði um 35% í hópi þeirra hjúkrunarfræðinga sem borðuðu þetta magn af hnetum og einnig var líkamsvigt þeirra lægri en þeirra sem að ekki borðuðu hnetur.

Vegna trefjanna og fitunnar í hnetum, þá er frekar tilfinning um magafylli og sjaldnar fundið fyrir svengd og því borðað minna. Því geta hnetur hjálpað við þyngdartap, jafnframt því að fylla líkamann af næringu.

Varast skal að borða OF mikið vegna kaloríufjölda. Ein lúkufylli af hnetum inniheldur u.þ.b. 160-200 kaloríur. Setjið hæfilegt magn í skál fyrir daginn, til að forðast að borða of mikið af þeim. Hneturnar eru það góðar að auðvelt er að gleyma sér og halda áfram þar til að pakkningin er búin

Meðfylgjandi er listi yfir kaloríufjölda ýmissa tegunda af hnetum:

Þurrristaðar hnetur, venjulegar (30 stk)170
Þurrristaðar hnetur, ósaltaðar (30 stk)160
Hunangsristaðar hnetur (30 stk)200
Möndlur (24 stk)160
Brasilíuhnetur (7 stk)170
Cashewhnetur (20 stk)170
Valhnetur (14 stk)180
Pistasíuhnetur í skel (47 stk)170
Pecanhnetur (20 helmingar)190
Previous post

Gleðilega hátíð? Aðventuhugleiðing Ingu Kristjánsdóttur

Next post

Grænmeti er HOLLT, en misbragðgott

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *