Fræðslumolar um þrif á fatnaðiFræðsluskjóðan

Að ná blettum úr skinn og leðurfatnaði

Rúskinn er viðkvæmt, á suma bletti er hægt að nudda varlega með mjúku strokleðri eða með þurrum svampi úr froðuplasti.

Ekki nudda fituga bletti á þennan hátt, fitublettir dofna ef þykku lagi ef kartöflumjöli er stráð á þá. Látið það liggja á blettinum í um það bil sólahring, þá sogast fitan upp í mjölið. Fjarlægið síðan kartöflumjölið með ryksugu eða með því að bursta fatnaðinn varlega.

Reynið ekki að fjarlægja bletti af rúskinni með vatni né öðrum hreinsiefnum, hætt er við að rúskinnið verði rákótt og eyðileggist.

Blettir á leðurfatnaði má reyna að fjarlægja með rökum klút og vatnsblönduðum matarsóda.

Einnig má nudda þá varlega með rökum klút sem undinn hefur verið fast upp úr volgu vatni með 2 matskeiðum af sápuspónum í hvern lítra vatns.

Previous post

Hvernig nær maður sultu úr fatnaði?

Next post

Hvernig er best að ná blóðbletti úr fatnaði?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *