FjölskyldanHeimiliðSjálfsrækt

Ytri og innri markmið

Hvernig þú ferð að því að ná öllum markmiðum þínum fljótt og örugglega

Hefðbundin sálarfræði skiptir huganum í tvo hluta: Meðvitund og undirmeðvitund. Meðvitundin er skynsöm og rökrétt og gerir okkur kleift að fást við heiminn á skynsaman og skipulagðan hátt. Undirmeðvitundin er tilfinningaræn og sjálfvirk. Hún stjórnar viðhorfum okkar, hegðunarmynstri, sjálfsímynd og ósjálfráðum viðbrögðum.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að meðvitundin er aðeins lítill hluti af heildar vitund okkar og undirmeðvitundin er bókstaflega ábyrg fyrir 90% af hugsunum okkar, tilfinningum, löngunum og daglegri hegðun.

 

En hvernig tengist þetta markmiðum þínum?

Segjum sem svo að þú setjir þér það að markmiði að losna við X mörg kíló á X mörgum mánuðum. Þetta er ytra markmið sem er undir stjórn meðvitundar þinnar. Það er mjög skýrt, og vigtin og dagatalið sýna nákvæmlega hve vel þér gengur með að ná því.

Á þessu stigi, samkvæmt ofangreindu rannsóknum, ert þú aðeins búin að ráðstafa 10% af getu þinni til að ná markmiðinu.

Það vantar innra markmið sem tekur mið af undirmeðvitund þinni og hinum 90% af getu þinni.

Í flestum tilfellum þurfa ytri og innri markmið að fara saman í markmiðasetningu en tilhneygingin er oft sú að setja alla orkuna í ytra markmiðið og vanrækja það að sinna innra markmiðinu. Ef þú gerir það þá hefst innri barátta á milli meðvitundar þinnar og undirmeðvitundar þar sem meðvitundin á oft við ofurefli að stríða. Flestir kannast við þessar aðstæður þ.e. að berjast við margra áratuga vana sem hverfa ekki átakalaust, og flestir gefast á endanum upp fyrir þeim.

 

En hvað er þá þetta svokallaða innra markmið?

Segjum sem svo að þú sért búin að gera þér í hugarlund að þegar þú hefur náð af þér X mörgum kílóum þá upplifir þú meira sjálfstraust og sért orkumeiri og ánægðari með sjálfa þig og útlit þitt.

Þetta er innra markmiðið í hnotskurn.

Til þess að ná góðum árangri með ytra markmiðið þá þarftu fyrst að setja þér innra markmið af því að þegar innra markmiðið er komið þá fer hegðun þín og atferli að taka mið af því og aðlagast innra markmiðinu.

Feillinn sem flestir gera er að eltast við ytra markmiðið áður en innra markmiðið er komið inn.

Það sem gerist þá, jafnvel þó þú náðir ytra markmiðinu, er að viðhorfin innra með þér hafa ekkert breyst. Og það mun draga þig til baka í sama far og áður. Þannig að X kílóin sem þú losnaðir við raðast aftur á, vegna þess að undirmeðvitundin leitar alltaf samræmis á milli ytri og innri veruleika.

Það er alltaf auðveldast að hefjast handa við innra markmiðið þegar þú vilt breyta til.

Með því að breyta innra markmiðinu þá breytir þú sjálfsímynd þinni. Sjálfsímynd þín er í raun og veru lykill að ytri veruleika þínum. Með henni getur þú opnað og lokað þeim dyrum að framtíðinni sem þér hentar.

 

Geisladiskar sem virkja töframátt hugans

Hérlendis hafa verið gefnir út sjálfsdáleiðslu geisladiskar sem byggja á þessari tækni og hjálpa fólki að ná stjórn á slæmum ávönum s.s. reykingum og ofáti, minnka streitu, áhyggjur og kvíða, ná djúpri slökun o.s.frv. Aðferðirnar sem notaðar eru á diskunum eru stundum kallaðar ofurnám eða sefjunarfræði. Þær byggja m.a. á dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunraflsins.

Með reglulegri hlustun skapa þeir samræmi á milli ytri og innri markmiða hlustandans og auðvelda honum að ná þeim á ánægjulegan og fyrirhafnalausan hátt hvort sem það er að losna við kílóin, auka sjálfstraust, bæta fjárhaginn eða annað.

Jákvæðar viðhorfsbreytingar koma oft strax við fyrstu hlustun og því oftar sem hlustað er því nær færist hlustandinn að markmiði sínu. Algengt er að viðhorfs- og atferlisbreytingar geti tekið allt að 21 dag að birtast sjálfkrafa í hegðun hlustandans.

Búðu þig undir lífstílsbreytingu sem byrjar innra með þér á meðan þú tekur sjálfan þig í meðferð. Það eina sem þú þarft að gera er að hlusta á CD diskinn einu sinni á dag, þannig tryggir þú árangurinn.

Fáðu undirmeðvitundina í lið með þér og auðveldaðu þér að ná markmiðum þínum.

Hægt er að fá meiri upplýsingar um þessar aðferðir og CD diskana og sjá umsagnir þeirra sem hafa notað þá á hugbrot.is

Gangi þér vel,

 

Höfundur: Garðar Garðarsson PNLP, greinin birtist fyrst á vefnum í desember 2006

Previous post

Hversu mikið er nóg?

Next post

Jákvæðni og betri heilsa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *