Heilsubankinn Heimili­
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Hversu miki­ er nˇg? Prenta Rafpˇstur

Við mannfólkið erum hreint út sagt ótrúleg! Reyndar held ég að við Íslendingar séum sennilega með þeim allra bestu, eða hvað... erum við ein af þeim verstu. Við ætlum okkur mikið og trúum því að við getum flest, ef ekki allt. Svo sannarlega er það gott og gilt, nema hvað að á leiðinni, gleymum við oft að huga að okkur sjálfum. Við öslum áfram að markmiðum okkar, sem að við trúum og treystum að veiti okkur betra líf. Leggjum allt undir. Vinnum langar vinnustundir, leggjum okkur a.m.k. 150% fram við verkið og klárum með stæl. Svona tökum við oft á hlutunum og sinnum hverju verkinu á fætur öðru.

Hversu oft höfum við sjálf hugsað, eða heyrt frá þeim sem að við elskum, þetta fer nú að verða búið, skilafrestur rennur út eftir 1, 2, 3 daga. Þá ætla ég að ... gera, hitta, hugsa um.......!! 

Við erum dugleg að yfirfæra allt það besta á okkur, frá öðrum þjóðum. Njótum þess, en gerum líka oft grín, okkar á milli, að vera litla landið á milli Evrópu og Ameríku. Oftar en ekki erum við fyrst til að tileinka okkur nýjungar, af því sem að okkur finnst skipta máli, úr þessum tveimur áttum.

Við eigum flest tækin, við höfum allan lúxusinn, bestu heilsugæsluna, flottustu mannvirkin, við höfum besta matinn, flottustu veitingahúsin, minnsta atvinnuleysið, duglegasta fólkið, fallegustu konurnar, sterkustu mennina o.s.frv., gætum haldið áfram endalaust.

En hvað svo?? Oftar en ekki fáum við ekki umbun erfiðisins. Kannski hjá sumum í krónum talið, þó alls ekki öllum. Hvað með fjölskylduna? Hvar var hún á meðan að allur tími fór í verkið/verkin? Hvað með vinina? Og ekki síst hvað um heilsuna og okkur sjálf?

Erum við að forgangsraða rétt? Auðvitað þurfum við að vinna til að framfleyta fjölskyldunni og öllu því sem tilheyrir því að vera til. En þurfum við ALLT þetta sem að við höldum að við þurfum? Þurfum við að vinna svona margar stundir í burtu frá fjölskyldunni? Getum við sætt okkur við aðeins minna af veraldlegum gæðum og fengið eitthvað annað í staðinn?

Hvað gæti þetta "annað í staðinn" verið? Er kominn tími á það að reyna að breyta?

Ég held að við ættum öll að leyfa okkur að nota smá tíma af Aðventunni og jólafríinu til að velta upp þessum spurningum. Okkar fjölskyldu og ekki síður, okkar heilsu til heilla.  Ef að við viljum njóta lífsins til fulls, alla leið, verðum við að forgangsraða rétt. Og virkilega að huga að hvernig við förum með líkama okkar og sál.

Við þurfum að halda góðu jafnvægi á vinnu og frístundum, svefni og vöku, hvíld og þjálfun og hugsa vel um hvað við látum ofan í okkur.  Jafnvægið er það sem að skiptir mestu í öllum okkar gjörðum.  Líka í því að vera best - Verum skynsöm og gleymum ekki að huga að okkur sjálfum!

  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn