Heilsubankinn Heilsubankinn
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Spjallsvæðið
Į döfinni

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Slęmar afleišingar streitu og nęringaržerapķa Prenta Rafpóstur

Grein eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista

Til mín leitaði kona um daginn eftir aðstoð. Við höfðum samvinnu fyrir um tveim árum síðan þegar hún átti við alvarleg veikindi að stríða með síendurteknar sýkingar í öndunarfærum, meltingar- og kynfærum.

Ónæmiskerfi þessarar konu, sem við skulum kalla Láru, var það veikt að svo að segja allar bakteríur og veirur  sem voru í umferð á þeim tíma, áttu greiðan aðgang inn í hennar líkama þar sem forvarnir voru vægast sagt of veikar til að sporna við nokkurri innrás.

Hún var sett á marga sýklalyfjakúra sem því miður höfðu ekki  tilætlaðan árangur en þvert á móti  veikti mótstöðu Láru enn meira. Krónískar sveppasýkingar í kynfærum bættust við allar hinar sýkingarnar.

Þegar ég hitti Láru í fyrsta skiptið var hún aðframkomin af veikindum, þreytu og orkuleysi, meltingin í algjöru klúðri, og hún bar þess merki að vera í lélegri afeitrun og á leiðinni í uppgjöf.

Ég setti hana á úthreinsun, og meðhöndlaði dysbiosis í þörmum með markvissum bætiefnum og næringarefnum, setti henni fyrir um hvað hún átti að borða og hvað ekki.

Fæðuóþol var eðlilega fyrir mörgum fæðutegundum m.a. vegna dysbiosis í lekum þörmum. Samhliða úthreinsunarprógramminu byggðum við upp og styrktum ónæmiskerfið með viðeigandi bætiefnum.

Eftir 3. mánaða næringarþerapíu meðferð  var Lára stálslegin aftur og var að vonum alsæl með að hafa endurheimt heilsuna og orkuna á nýja leik.

Nú eru sem sagt liðin tvö ár og Lára komin aftur til mín. "Það er ekkert alvarlegt að mér þannig Þorbjörg, ég bý enn vel að fyrri ráðleggingum þínum og hef varla orið misdægurt síðan við sáumst síðan" Það sem hins vegar hafði velt Láru um koll í þetta skiptið var streita.

Hún var alveg fallin! Hún var í veikindaorlofi vegna streitu  og á ekki að mæta aftur í vinnu fyrr en eftir áramót. "Ég vil nota tímann til að ná mér að fullu". Læknir Láru hafði ráðlagt henni að taka geðlyf vegna þunglyndis en Lára vill ekki og þorir ekki að taka geðlyf.

"Þó að læknirinn minn álíti að ég sé þunglynd þá er það ekki þannig sem mér líður" Einkenni Láru  og það sem hún upplifir eru öll einkenni streitu. Lára er mjög þreytt, næstum örmagna, orkulaus og sefur mjög illa og vaknar  oft  og fyrir allar aldir er hún farin að  "bulla í sjálfri mér og skipuleggja daginn fyrir sjálfa mig og alla  hina".

Hún er  minnislaus og verður að skrifa allt niður hjá sér og notar heilmikinn tíma í að "fara aftur á bak" í von um að muna hvað hún ætlaði sér i þessu herbergi, hvar gleraugun séu, hvar hún lagði bíllyklana osfrv. Hún er með hjartslátt og finnur yrir kvíða.

En þrátt fyrir öll þessu fremur óþægilegu einkenni þá er Lára samt vongóð og engin uppgjöf í gangi hjá henni. Líkist ekki klínisku þunglyndi. Eftir að hafa borið bækur okkar saman ráðlegg ég að Lára verði á fæðuáætlun sem mun styrkja orkuframleiðslu í hvatberum, minnka framleiðslu streituhormóna í nýrnarhettum og afleiðingum þeirra, lifrin þarf stuðning vegna yfirvinnu á afeitrun streituhormóna og superoxiða af völdum streitunnar og enn fremur er þörf á andoxunarefnum.

Ég set Láru á lágkolvetnafæði, góð prótein í öll mál en minna af þeim á kvöldin, reglulegar máltíðir með helst bara 2 klst á milli, markviss bætiefni.

Fyrir utan streituminnkandi og orkubætandi mataræði ráðlegg ég Láru að stunda líkamsrækt. Hlaup eða skokk úti í náttúrunni og ekki í miðri umferðinni og skarkalanum. Og að stunda hugleiðslu. Fyrir háttatíma að fara í heitt bað með t.d. lavendermjólk og etv hlusta á tónlist sem hefur  róandi og slakandi áhrif.

Streita er ekkert grín. Streita setur sín merki í alla líkamsstarfsemi  og hefur þess vegna bæði líkamleg og andleg áhrif. Sumir finna fyrst fyrir líkamlegu einkennunum eins og verkjum, þreytu, hjartslætti og magavandamálum á meðan aðrir finna fyrst fyrir andlegum og sálarlegum einkennum eins og t.d. pirringi og skapstirðni, svefnleysi, og lélegri  sjálfsmynd. Það er ekki óalgengt að þunglyndi fylgi í  kjölfarið á streitu.

Upplifunin af streitu er mjög misjöfn og er einstaklingsbundin. Sumir eru mjög flínkir að höndla steitu aðrir ekki. Krónískt hátt vægi af streituhormónum í blóði er ekki gott fyrir okkur. Adrenalín og kortisól valda háum blóðþrýstingi sem getur framkallað  alvarlega fylgisjúkdóma. Blóðsykur getur farið úr jafnvægi einnig vegna þess með streitu og þreytu fylgir oftar en ekki óhófleg neysla af viðbættum sykri og sælgæti með.  Þess fyrir utan veikir kortisól ónæmiskerfið sem gerir mann móttækilegri fyrir sýkingum.

Eins og þessar krónísku sýkingar sem kollvörpuðu Láru fyrir tveim árum síðan. Þannig að mig er farið að gruna að Lára eigi við vandamál að stríða sem fjallar um ákveðið mynstur um að "detta í streituna" og ekki höndla hana vel.

Fyrir utan rétt mataræðið og bætiefni til að rétta líkamann af ráðlegg ég Láru að finna verkfæri sem kennir henni að greina betur streitumerkin og stoppa mynstrið í tæka tíð. Að læra að búa til hollan og góðan mat er nauðsynlegt. Og til dæmis að læra að búa til sykurlausa eftirrétti og nammi svo blóðsykrinum sé ekki ögrað en bragðlaukunum skemmt.

Uppskrift

Morgunshake Þorbjargar

Frábær og framúrskarandi bragðgóður próteindrykkur. Jafnar blóðsykur, er orkugefandi, róar stressað taugakerfi.

Tekur 4 mín að laga.

4 dl soya- eða hrísmjólk

2 mtsk Hörfræolía t.d. frá Himneskri Hollustu

1 mtsk lecitin duft frá Puritans Pride

3 mtsk  hreint mysupróteinduft

1/2 til 1 tsk kanelduft

etv örlitið af vanilludufti

1 banani

ca 100 til 150 gr frosin ber, t.d. hindber eða jarðaber eða bláber

Mixa allt í góðum  blandara þar til hristingurinn er mjúkur og fínn. Njótið til fullnustu!

Á eftir er ekki vitlaust að fá sér gott grænt te t.d. Original Green Tea Powder !

  Til baka Prenta Senda žetta į vin
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn