Heilsubankinn Heilsubankinn
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 
Spjallsvæðið
┴ d÷finni

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Greiningum ß brjˇstakrabbameini fŠkkar Ý kj÷lfar minnkandi notkunar hormˇna Prenta Rafpˇstur

Í framhaldi af snarminnkandi notkun kvenna á hormónum á breytingaskeiðinu hefur tíðni á nýgreindum tilfellum af brjóstakrabbameini minnkað og það í fyrsta skipti síðan árið 1945.

Samkvæmt New York Times fækkaði greiningum á brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum um 15% frá því í ágúst 2002 fram í desember 2003. Er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1945 þar sem kúrfan fer niður á við. Hingað til hefur orðið árleg aukning í greiningum.

Fram til ársins 2002 tóku yfir 30% amerískra kvenna inn hormón sem komnar voru yfir fimmtugt. Í júlí 2002 komu fram niðurstöður úr rannsókn á einu vinsælasta hormónalyfinu, en þær sýndu að auknar líkur væru á að konur fengju brjóstakrabbamein ef þær tækju inn hormónin auk þess sem þær voru í aukinni áhættu á að fá hjartasjúkdóma.

Innan sex mánaða hafði sala á hormónalyfjum dregist saman um helming.

Minnkunin í greiningum á brjóstakrabbameini hefur orðið mest hjá konum sem eru á aldrinum 50 til 69 ára og styður það við þá ályktun að minnkunin sé tilkomin vegna minnkandi notkunar hormónanna.

Þess ber að geta að áhrifin taka langan tíma að leiðréttast ef kona hættir að taka hormón en þó eru líkur á að æxli sem hefur byrjað að myndast hætti að stækka og geti jafnvel minnkað og horfið.

  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn