JólKökur og eftirréttirMataræðiUppskriftir

Jólaís – mjólkur, sykur og eggjalaus

  • 2 dl möndlur eða aðrar hnetur
  • 3 dl soya, möndlu eða hrísgrjónamjólk
  • 3 dl soyarjómi
  • 15-20 döðlur
  • 2 stórir bananar
  • 2 soyabella með hnetum
  • 1 tesk. vanilla

Malið möndlurnar í matvinnsluvél og setjið svo döðlurnar útí og maukið saman.

Bætið í mjólkinni og rjómanum og þeytið vel saman.

Bætið því næst banönum og vanillu og þeytið áfram.

Grófsaxið niður soyabellað og hrærið það saman við með skeið.

Setjið í form og frystið.

Soyabellað getur átt það til að setjast á botninn. Það fer aðeins eftir því hvað blandan verður þykk. Þá er hægt að taka ísinn út og hræra upp í honum þegar hann er orðinn krapkenndur.

Gleðileg Jól

Previous post

Möndlufylltar döðlur

Next post

Cashewhneturjómi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *