BrauðUppskriftir

Brauð (skonsur)

Hún Guðný Ósk Diðriksdóttir hómópati, sem býr út í Moskvu í Rússlandi, var svo væn að senda okkur þessa uppskrift af ljúffengu brauði.

  • 6 dl. Þurrmjöl (spelt/heilhveiti/hveitiklíð/Grahamsmjöl) ég blanda alltaf saman sittlítið af því sem að ég á í skápnum í það skiptið
  • 4 kúfaðar tsk. Lyftiduft
  • 1 ½ dl. AB-mjólk
  • 1 ½ dl. Vatn
  • 1 ½ tsk. Salt
  • Slatti af korni ca. lúka af hverri tegund, ég nota ca. 3 teg. í hvert brauð, t.d. sólkjarnafræ, hörfræ, sesamfræ, tröllahafrar, heilir hafrar.

Öllu hrært saman (er frekar þykkt) bökunarpappír settur í form, deigið í og heilum höfrum sáldrað yfir. Sett í forhitaðan ofninn (190 gr.) Bakað í 1 klst.

Ef þið viljið frekar búa til skonsur, er sama deig notað, engin fræ sett útí og bætt við 2 eggjum. Steikt á pönnu í olíu.

Previous post

Brauð grasakonunnar

Next post

Möndlumjólk með macadufti

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *