Heilsubankinn MatarŠ­i
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Hvernig skal me­h÷ndla grŠnmeti Prenta Rafpˇstur

Þvoið alltaf hendur vandlega áður en matvæli eru meðhöndluð. Illa þvegnar hendur geta borið með sér alls konar örverur og jafnvel valdið sjúkdómum. Ef sár eru á höndum er gott að nota t.d. latexhanska.

Veljið ferskt hráefni. Ferskt grænmeti hefur ferskan, eðlilegan lit og er safaríkt.

Hreinsið allt grænmeti vandlega. Takið frá visnuð blöð og skerið burt skemmdir og trénaða hluta.

Mikilvægt er að skola allt grænmeti vandlega. Grænmeti er oft ræktað í náinni snertingu við lífrænan úrgang og því oft lífleg flóra af örverum sem getur borist í matinn, ef ekki er vel skolað.

Nota skal sér skurðarbretti fyrir grænmetið og tryggja að öll áhöld sem notuð eru séu hrein. Krossmengun úr hráum vörum í salat sem neyta á án hitunar getur haft alvarlegar afleiðingar.

Skorið grænmeti skal geyma í lokuðu íláti við 0-4°C. Ef geyma þarf grænmetið fyrir neyslu verður það að vera í lokuðu íláti til að tryggja ferskleika þess og koma í veg fyrir mengun. Gott er að klæða ílátið með eldhúspappír, það dregur úr raka og grænmetið helst lengur ferskt. Skipta skal um eldhúspappír daglega og lofttæma ílátið þegar því er lokað.

Geymsluþol takmarkast við niðurskurð. Við það að skera grænmetið verður það viðkvæmara fyrir ágangi umhverfisáhrifa og örvera. Ýmis ensím sem grænmetið inniheldur frá náttúrunnar hendi, byrja að brjóta það niður og örverur eiga greiðari leið að næringarríkum vefjum grænmetisins og það skemmist því mun fyrr en ella. Tínið alltaf úr og hendið, þeim hlutum sem að eru byrjaðir að trénast og slappast.

  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn