Heilsubankinn MatarŠ­i
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Acidophilus Prenta Rafpˇstur

Heitið á fæðubótarefninu Acidophilus hefur ekki verið þýtt almennilega á íslensku en fræðilega heitið er Lactobacillus Acidophilus.

Acidophilusinn er tegund "góðra" baktería eða gerla sem finnast í meltingarvegi okkar og leggöngum kvenna. Gerillinn aðstoðar við meltingu próteina, hann vinnur á móti sveppasýkingu, aðstoðar við minnkun kólesteróls í blóði, styður við meltingu og eykur upptöku næringarefna.

Gerlaflóran í heilbrigðum ristli ætti að innihalda um 85% lactobacilli geril en hins vegar sýna rannsóknir að algengast er að hlutfall hans sé ekki nema um 15 - 20 %. Þetta getur leitt til vindgangs, uppþembu, harðlífis og vannýtingu næringarefna. Þetta umhverfi leiðir til ofvaxtar á candida gersveppnum.

Acidophilus hjálpar til við að takast á við þessi vandamál ásamt breyttu mataræði og lífsstíl.

Hægt er að fá mjólkurlausan Acidophilus og ættu þeir sem eru með mjólkuróþol að huga að því. Einnig er hann talinn betri í að vinna á candida sveppnum.

Gerillinn þolir illa hátt hitastig og ættu töflurnar að geymast í ísskáp.

Takið Acidophilus á fastandi maga á morgnana og klukkustund fyrir kvöldmat.

Gott er að taka Acidophilus ef fólk þarf að fara á fúkkalyfjakúr þar sem fúkkalyfin drepa niður gerlagróðurinn og hleypa þannig mögulega sveppasýkingu af stað. Acidophilusinn ætti ekki að taka á sama tíma og fúkkalyfið. Gætið þess að láta tvær klukkustundir líða á milli þess að taka inn fúkkalyf og Acidophilusinn.

  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn