EndurvinnslaUmhverfið

Endurvinnslutunnan

Gámaþjónustan hf. hefur frá síðustu áramótum boðið fólki upp á sérstaka endurvinnslutunnu. Hægt er að setja allt sem hægt er að endurvinna í tunnuna og er hún tæmd á fjögurra vikna fresti.

Þar má setja allan pappír og bylgjupappa, fernur, málma (niðursuðusdósir) og plast. Pappírinn má setja beint í tunnuna en annað þarf að fara í aðskilda plastpoka.

Það er algengt að fólk flokki ekki sorp þar sem því finnst svo mikil fyrirhöfn að koma því á endurvinnslustöðvarnar. Núna ætti þar af leiðandi ekkert að vera í veginum. Frábær þjónusta sem styður okkur í að hugsa betur um umhverfið.

Hægt er að panta hana í síma 535 2510 eða á netfanginu soludeild@gamar.is.

Leiðbeiningar um notkun tunnunnar hér.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í október 2006

Previous post

Drukknum ekki í rusli!

Next post

Koffín eykur líkur á fósturláti

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *