Fræðslumolar um meðferðirFræðsluskjóðan

Hvað má taka úr sambandi?

Hver kannast ekki við að undir tölvunni, við sjónvarpsskápinn eða þar sem mikið er af raftækjum, er undantekningarlaust mikil snúruflækja. Hvaða snúru má svo taka úr sambandi?

Það getur verið erfitt að hitta á réttu snúruna þegar að þess gerist þörf. Hvítu plaststykkin sem notuð eru til að loka brauðpokunum geta komið sér vel hér.

Smeygið einu, uppá hvern snúruenda við fjöltengið eða þar sem þeim er stungið í samband. Merkið svo á plaststykkið með tússi eða notið límmiða sem þið límið á. Þá er auðvelt að sjá hvað tæki á hvaða snúru og rétta tækið er tekið úr sambandi.

Previous post

Lausir gómar og gervitennur

Next post

Að sparsla í göt eftir nagla

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *