Heilsubankinn Heilsubankinn
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 
Spjallsvæðið
Á döfinni

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

Valhnetur betri en ólífuolía Prenta Rafpóstur

Valhnetur vinna á móti skaðsemi mettaðrar fitu

Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn sem framkvæmd var nýlega á Spáni vinna valhnetur gegn því að slagæðarnar í líkama okkar bólgni og oxist við það að við neytum mettaðrar fitu. Þetta gerir ólífuolían einnig. En það sem valhnetuolían hefur fram yfir hana er að hún heldur slagæðunum teygjanlegum sama hversu hátt kólesterólmagnið er.

Þetta þýðir að við getum unnið til baka eitthvað af þeim skaða sem hefur orðið á æðakerfi okkar vegna langvarandi neyslu óhollrar fitu.

Valhnetur passa mjög vel í allan austurlenskan mat, eins og t.d. karrýrétti. Gott er að bæta þeim útí rétt áður en maturinn er borinn fram. Einnig er upplagt að nota þær í salöt.

Hægt er að kaupa valhnetuolíu (í heilsubúðum) til að nota út á salatið og gefur hún gott, milt hnetubragð. Passar einstaklega vel með klettasalati.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn