UmhverfiðUmhverfisvernd

Umhverfisverndarmerki

Hér gefur að líta yfirlit yfir helstu umhverfismerkingar sem finna má á vörum í íslenskum verslunum:

 

Umhverfismerki

Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki og mest útbreidda merkið á Norðurlöndinn.  Vörur merktar Svaninum eru betri fyrir umhverfið en sambærilegar vörur. Umhverfisstofnun sér um rekstur Svansins á Íslandi.

 Umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið – umhverfismerki Evrópusambandsins – er opinbert merki á EES-svæðinu og hefur sama hlutverk og Svanurinn. Umhverfisstofnun sér um rekstur Blómsins á Íslandi.

Bra Miljöval, með mynd af fálka, er umhverfismerki sænsku umhverfisverndarsamtakanna (Naturskyddsföreningen). Hér á landi finnst merkið á ýmsum sápum og þvottaefnum.

Þýska umhverfismerkið Blái engillinn, umhverfismerki Þýskalands, er elsta umhverfismerki í heimi og finnst hér á landi aðallega á pappírsvörum.

 

Tekið af vefsíðu Neytendasamtakanna

Previous post

Umhverfisvænar vörur

Next post

Framtíðartækifæri Íslendinga felast í umhverfisvernd

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *