FæðubótarefniMataræði

Fæðuval og skapsveiflur – áhrif Selens á líðan

Fæðuval hefur meiri áhrif á líðan okkar og skap, en við flest gerum okkur grein fyrir. Ef að mataræði inniheldur lítið magn selens getur það leitt til mikils pirrings og jafnvel þunglyndis.

Matur hefur alla tíð spilað stóra rullu í líðan okkar og haft áhrif á lundarfar. Hægt er að nefna tengingu matar og hugarástands, eins og rómantík, ást og ostrur. Einnig á hinn bóginn ef að einstaklingur er niðurdreginn, þá oft sækir hann frekar í súkkulaði og ís.

Samkvæmt vísindamönnum frá sálfræðideild, Háskólans í Wales, getur skortur á seleni valdið auknum líkum á kvíða, þunglyndi og síþreytu. Selen er einnig mikilvægt andoxunarefni sérstaklega með E-vítamíni, en þau vinna saman við að hjálpa, meðal annars við framleiðslu mótefna og til að viðhalda heilbrigðu hjarta, lifur og jafnvel á móti krabbameini. Selen verndar ónæmiskerfið með því að koma í veg fyrir myndun sindurefna sem vinna skemmdir á frumum líkamans. Selen er nauðsynlegt starfsemi briskirtilsins og fyrir teygjanleika vefja. Tenging er einnig á milli selenskorts og ófrjósemi.

Rannsókn gerð af Dr. David Benton og Dr. Richard Cook í Háskólanum í Wales, sem birt var í Biological Psychiatry, var sniðin að því að skoða áhrif selens á skapsveiflur og líðan. Áður gerðar rannsóknir af þessu tagi höfðu aðallega beinst að selenskorti og samverkun þess á steinefni í rauðum blóðkornum, á nýrnastarfssemi, starfsemi lifrar og eistna, en áhrif þess á heilann hafði ekki verið tekið með í reikninginn. Rannsókn þeirra Bentons og Cooks skapaði því tímamót, þar sem þeir tóku fyrir í fyrsta sinn áhrif selenskorts á hugann og sálarlífið.

Í rannsókninni, sem samanstóð af 50 einstaklingum, var annars vegar gefin lyfleysa og hins vegar 100mcg af seleni í 5 vikur. Þátttakendur skráðu niður líðan sína og skapsveiflur og einnig hvaða mat þeir borðuðu. Niðurstöðurnar sýndu óyggjandi að þeir sem að fengu minna selen daglega, upplifðu oftar tilfinningu um kvíða, þunglyndi og þreytu. Eins sýndu þær fram á að því meira sem að bætt var á selen magnið því sjaldar voru þessi umkvörtunarefni uppi á borðinu.

Varast skal þó að taka of mikið af seleni, of mikið af því í líkamanum getur verið honum skaðlegt. Einkenni of mikils selens geta komið fram sem þurrar, hrufóttar neglur, hárlos og í mjög miklu magni leitt til lömunar.

Best er að fá selen beint úr fæðunni og er það helst að finna í tómötum, spergilkáli, túnfiski, hveitikími og klíði. Einnig í kjúkling, hvítlauk, þara, lifur, lauk, laxi, sjávarfangi og ýmsu grænmeti. Veljirðu vel úr ofantöldu hráefni og fyllir líkamann af nægu seleni, ættirðu að vera í hópi þeirra sem síður verða daprir og pirraðir.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

 

Previous post

Flavonoids

Next post

Andoxunarefni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *