Vandamál og úrræði

Sýking í ennisholum

Halldóra sendi okkur eftirfarandi fyrirspurn: Sonur minn; 19 ára gamall, er með sýkingu í ennisholum. Er ekki eitthvað annað hægt að gera við því en að taka inn sýklalyf? Þakka þeim sem svara og gefa honum góð ráð!

Komdu sæl Halldóra og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta er ótrúlega algengt vandamál og mjög svo hvimleitt, sérstaklega ef  um síendurteknar sýkingar er að ræða.

Ég ákvað að setja saman grein um þetta vandamál og hvet ykkur til að skoða hana vel og skoða hvort að ekki er þar eitthvað sem að vert væri að prófa. (sjá grein Ennis- og kinnholubólgur)

Það þarf að styrkja hann og hans ónæmiskerfi til að líkami hans hafi betri möguleika á því að berjast á móti þessum sýkingum. Kvef er einn algengasti undanfari ennis- og kinnholubólgna. Ofnæmi ýmiskonar geta líka verið orsakavaldar, þau erta slímhúðina og valda bólgum. Oft eru þeir sem hafa mjólkur- og eða glúteinofnæmi gjarnari á að fá ennis- og kinnholubólgur og einnig þeir sem að hafa veikt ónæmiskerfi. Því þarf að skoða mataræðið og t.d. taka út allan þann mat sem reynist slímmyndandi á meðan að hann er að berjast á móti þessum sýkingum.

Þú spyrð um aðrar leiðir en sýklalyf og vil ég benda þér á Grape fruit Seed Extract (GSE) sem hefur verið kallað náttúrulegt sýklalyf. Það ræðst gegn bakteríusýkingum, sveppasýkingum og jafnvel ræður það við sumar veirusýkingar sem pensilín gerir ekki. Taka ætti Asidophilus með til að byggja upp góðu flóruna.

Hann ætti einnig að taka Sólhatt og Ólífulaufextrakt, ásamt því að borða hvítlauk. Hvítlaukurinn er allra meina bót og þú ættir að vera dugleg að skella honum í allan mat sem að þú berð á borð fyrir soninn. Eins er mikilvægt fyrir hann að taka lýsi og C-vítamín, eins að drekka mikið vatn og draga verulega úr öllum sykurdrykkjum á meðan hann er með þessa sýkingu.

Hómópatía hefur reynst mjög vel á þessar hvimleiðu bólgur og ég hvet ykkur til að skoða það vel að finna reyndan hómópata til aðstoðar, það er betra að taka á orsök vandamálsins fyrr en síðar, áður en að þetta verður farið að há honum aftur og aftur. (sjá grein um Hómópatíu og Heilsuþrepin 7)

Hvíld er einnig þáttur sem að oft er vanmetinn, sérstaklega hjá uppteknum unglingum. Reyndu að hvetja hann að slaka aðeins á heima fyrir og fá vinina til sín í stað þess að vera á miklu flakki sjálfur.

Að lokum langar mig að bæta inn smá fróðleik sem að kemur frá Louise Hay sem hefur gefið út bækur um tengsl tilfinninga og ýmissa sjúkdóma og lengi rannsakað hvernig hugarástand getur orsakað líkamlega kvilla. Hún nefnir að ennis- og kinnholubólgur geti orsakast af pirringi gangvart einhverjum nákomnum, eitthvað sem að viðkomandi lætur yfir sig ganga, án þess að mótmæla og einnig hefur verið nefnt að ennis- og kinnholubólgur geti verið afleiðing vegna ógrátinna tára í æsku. Eins er skemmitleg frétt hér á síðum Heilsubankans um að raula frá sér sýkinguna, kíktu á 😉 (Hummum öndunarveginn hreinan)

Gangi ykkur vel með von um að hann nái sér fljótt og vel.

Guðný Ósk Diðriksdóttir

Hómópati

Previous post

Þurr húð

Next post

Spenna í öxlum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *