HómópatíaMeðferðir

Ennis- og kinnholubólgur

Ennis- og kinnholur kallast gangar og holur sem eru í höfuðkúpu- og andlitsbeinum. Margir eru mjög gjarnir að fá sýkingar í þessi göng og þá oftar en ekki verða þessar sýkingar ansi þrálátar. Slím safnast fyrir í göngunum og mynda bólgur og sýkingar.

Hægt er að skipta ennis- og kinnholubólgum niður í tvær gerðir, annars vegar í bráðabólgu, sem að oftast myndast vegna sýkinga í hálsi, nefi eða efri öndunarvegi. Og hins vegar í þrálátar bólgur sem eru undirliggjandi bólgur og sýkingar sem að vilja svo rjúka upp við ertingu t.d. vegna óþols eða ofnæmis vegna ertandi efna, tóbaksreyks og annars slíks áreitis.

Kvef er einn algengasti undanfari ennis- og kinnholubólgna. Ofnæmi, eins og heymæði, frjókorna- eða fæðuofnæmi, erta einnig slímhúðina og valda bólgum. Oft eru þeir sem hafa mjólkur- og eða glúteinofnæmi gjarnari á að fá ennis- og kinnholubólgur og einnig þeir sem að hafa veikt ónæmiskerfi.

Louise Hay hefur gefið út bækur um tengsl tilfinninga og ýmissa sjúkdóma, t.d. „Heal your body” og hefur lengi rannsakað hvernig hugarástand getur orsakað líkamlega kvilla, nefnir að Ennis- og kinnholubólgur geti orsakast af pirringi gangvart einhverjum nákomnum, eitthvað sem að viðkomandi lætur yfir sig ganga, án þess að mótmæla og einnig hefur verið nefnt að ennis- og kinnholubólgur geti verið afleiðing vegna ógrátinna tára í æsku.

Einkenni ennis- og kinnholubólgna geta verið hiti, hósti, höfuðverkur, oft með miklum þrýstingi, eyrnaverkur, verkur í andliti, erfiðleikar með að anda gegnum nefið, vegna þess hve allt er stíflað og fast, tannpína, lyktarskyn tapast og eymsli eru í andlitsbeinum. Ef að sárt er þegar að bankað er létt á enni og kinnar með fingrum er mjög líklegt að sýking eða bólga séu til staðar. Oftast er slímið sem að kemur, mjög þykkt og oftar gult, grænt eða gulgænt, en glært eða hvítt.

Gott er að fara reglulega í andlitsgufu í 5-10 mínútur í senn. Heit sturta getur líka hjálpað til, þar sem að gufan hjálpar slíminu að losna og því dregur úr að þurfti að snýta mikið og fast, því með því getur slímið þrýsts aftur inn í holurnar.

Sneiða ætti hjá öllum mjólkurvörum þar sem þær eru slímmyndandi, einnig eru bananar slímmyndandi og ráðlegt er að forðast sykur. Drekka skal mjög vel af vatni og hreinum ávaxtasöfum. Borða auðmeltanlegan mat, t.d. heitar súpur. Taka C-vítamín og góðar fitusýrur. Omega-3 fitusýrur eru t.d. í feitum fiski, fræjum og hnetum. Lýsi ættu allir að taka, það er uppfullt af Omega-3.

Hvítlaukur styrkir ónæmiskerfið, er bakteríudrepandi og vinnur því gegn öllum sýkingum í líkamanum. Hægt er að fá hann í hylkjum og í fljótandi formi og gott er að nota hann ferskan í allar súpur og matargerð.

Sólhattur styrkir ónæmiskerfið og er jafnframt bakteríudrepandi. Hann hefur gefist vel sem fyrirbyggjandi gegn ýmsum sýkingum, einnig við ennis- og kinnholubólgum.

Ólífulaufsþykkni hefur fengið viðurnefnið “pensilín nútímans”. Það er mjög virkt gegn vírusum og sýklum. Það dregur úr skaðsemi allra sjúkdómsvaldandi örvera, s.s. veira, baktería og sveppa. Það dregur úr bólgum og vinnur á kvefi, öndunarfærasjúkdómum og flensum.

Hómópatía hefur einnig reynst mjög vel í mörgum tilfellum ennis- og kinnholubólgna, hér að neðan er listi yfir remedíur sem að oft hafa hjálpað við slík tilfelli, en tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin.

Belladonna: Sláttarverkur í fremri hluta höfuðs, kemur skyndilega og fer aftur skyndilega, en kemur svo aftur.

Hepar Sulph.: Byrjar sem hnerri og þróast í ennis- og kinnholubólgur eftir minnsta kulda. Útskilnaður þykkur og gulur. Nasaholur sárar vegna súrs útskilnaðar. Er verri við kalt loft. Höfuðverkur er eins og nagli stingist inn í höfuð. Borandi verkur. Höfuðverkur, sem oft fylgir þrýstingur fyrir ofan nef, er verri við að hrista höfuð, hreyfingu, beygja sig fram, hreyfa augun, jafnvel að hafa hatt eða húfu. Er betri við þrýsting. Hársvörður er mjög viðkvæmur og er verri við að greiða sér.

Kali bic.: Þykkur, seigur útskilnaður. Mikill verkur í nefrót, er betri við þrýsting. Bein og hársvörður sár og viðkvæm. Svimi og ógleði er stendur upp, mikill verkur og sjóntruflanir. Er verri við kulda, ljós, hávaða, að ganga, beygja sig fram, á morgnana – sérstaklega er vaknar eða kl. 9.00 f.h., á kvöldin. Er betri við að liggja, við heita drykki og betri við ofát.

Pulsatilla: Höfuðverkur er verri við að liggja og í heitu herbergi. Er betri við kalt loft. Ennis- og kinnholubólgur koma eftir að hafa ofhitnað. Höfuðverkur er framan í höfði, verri við að beygja sig fram, sitja, að standa upp, að borða og oft fylgja meltingarvandamál. Betri við að ganga rólega útivið, vefja um höfuð. Útskilnaður er þykkur og gulgrænn.

Arsenicum: Brennandi sláttarverkir í ennis- og kinnholum. Verri við ljós, hávaða, hreyfingu og eftir miðnætti. Kemur oft eftir kvíða, áreynslu og eftirvæntingu. Er betri við að liggja í rólegu og dimmu herbergi, með höfuð hátt, við kalt loft. Finnst tennur vera langar og verkjar í þær. Ógleði og uppköst geta fylgt.

Mercurius: Finnst eins og höfuðið sé í skrúfstykki. Verkur er verri útivið, að sofa, eftir að borða og drekka, ef er of kalt og of heitt. Hársvörður og nef mjög viðkvæmt fyrir snertingu. Finnst tennur of langar og verkjar í, slefar mikið. Útskilnaður er grænn og mjög þykkur. Lykta illa og súrt.

Silica: Stíflað nef. Finnst höfuð vera að springa. Höfuðverkur, verri við annað augað, oftast H-augað. Verri við andlega áreynslu, við kalt loft, að hreyfa höfuðið, við ljós og hávaða. Betri við að binda um eða vefja höfuð með heitu og við heitan bakstur.

Spigela:
 Skarpur verkur sem er verri V-megin. Kemur eftir kulda eða blautt veður. Er verri við hita, að beygja sig fram. Betri við kaldan bakstur og að þvo sér með köldu.

Carcenosinum: Hefur oft reynst vel, sérstaklega ef um þrálátar sýkingar og endurtekna lyfjakúra hefur verið að ræða.

Previous post

Exem

Next post

Ungbarnamagakrampar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *