|
|
|
Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.
Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.
Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.
Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.
Kókoshveiti |
|
|
Guðný Ósk sendi okkur grein um daginn um Kókoshveiti og hefur skapast mikil umræða um þetta og fólk hefur verið að leita eftir því hvort hægt sé að versla þetta mjöl hér á landi.
Það virðist ekki vera í boði hér en Guðný Ósk segir inni á spjallinu að hún panti þetta í gegnum erlenda vefi eins og http://www.wildernessfamilynaturals.com/ og http://www.mercola.com/ og að einnig sé hægt að fá þetta í gegnum vefina http://www.smarter.com/ og http://www.amazon.com/.
Ég rakst á fyrirspurn til hennar Sollu á vefnum hennar http://www.himneskt.is/ þar sem hún bendir á eftirfarandi:
Ég hef heyrt af þessari vöru en ekki notað hana sjálf & veit ekki til þess að hún fáist á Íslandi.
En þú getur sett kókosmjöl í matvinnsluvélina & malað afskaplega fínt & blandað síðan saman við það annað hvort xantum gum eða guar gum (spurðu eftir þessu í heilsubúðum eða apóteki). Þú setur ca. 1 tsk. af gum út í 2 1/2 dl af fínt möluðu kókosmjöli. Þetta er hægt að nota í kökur & annan bakstur.
Ef þú ætlar að taka út t.d. hveiti úr uppskrift & setja eitthvað annað í staðin þá krefst það smá tilrauna.
Svo er bara að óska eftir því við heilsubúðirnar að þær panti þetta inn. Ef nógu margir sýna vörunni áhuga, verður ekki langt að bíða þess að hún fáist hér á landi.
|
Til baka
Prenta Senda þetta á vin |
|
|
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður
© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn
|