HómópatíaMeðferðir

Breytingaskeiðið og heildrænar meðferðir

Hómópatía er heildræn meðferð, sem byrjar á ítarlegu viðtali, þar sem farið er yfir heilsufarssögu viðkomandi og öll einkenni; huglæg, tilfinningaleg og líkamleg, í þeim tilgangi að finna réttu remedíuna.

Remedía er alþjóðlegt orð yfir efnin, sem hómópatar nota í meðferðinni og gefa til inntöku. Þær eru búnar til úr öllum mögulegum efnum úr jurta-, dýra og steinaríkinu, en efnin eru það mikið þynnt að réttara er að tala um hvata en efni.

Remedían hvetur líkamann til að koma sér í jafnvægi. Margar remedíur geta linað einkenni kvenna á breytingaskeiðinu og þar sem engar tvær konur upplifa nákvæmlega sömu einkenni – huglægt, tilfinningalega eða líkamlega – er meðferðin einstaklingsbundin.

Remedíurnar eru líka til í mörgum styrkleikum, sem þarf að taka tillit til. og því er það aðeins á færi menntaðs hómópata að velja remedíu í samræmi við einkenni hverrar konu fyrir sig.

Hómópatían lítur svo á, að mestar líkur séu á vandamálum, þegar líkaminn er að glíma við eðlilegar breytingar, en skortir kraft til þess að keyra þær áfram. Þetta getur átt jafnt við um bráðasjúkdóma svo sem kvef og flensu, og flóknari þætti eins og breytingaskeiðið.

U.þ.b. 80% kvenna finna fyrir hitakófum og hefur hómópatían reynst þeim hjálpleg, en eftirfarandi dæmi sýna, hversu möguleikarnir geta verið margir við val á remedíu, þegar við lítum bara á þetta eina atriði:

Aconite: hefur hitakóf á kvöldin ásamt kvíða og taugaspennu.

Amylenum Nitrosum: Hitakófin koma mjög skyndilega og óvænt, með stíflu í höfði, hita sérstaklega í andliti með miklum svita, kvíða og hjartslætti og komi tilfinningasveifla til getur hitakófið breiðst út um allan skrokkinn.

Belladonna: Hitakóf aðallega seinnipart dags, andlitið er sveitt, rautt og heitt og mikil svitaframleiðsla á kynfærasvæði.

Bryonia: Hitakóf, eins og volgu vatni sé hellt yfir allan líkamann.

Calcium Carb: Hitakófin færast uppá við með heitum svita á andliti og höndum og þeim fylgja kvíði, hjartsláttur og kuldaköst.

Cimicifuga: Hitakóf um hálfellefuleytið á kvöldin.

Graphites: Hitakóf aðallega í andlitinu sem er rautt og heitt.

Ignatia: Hitakóf aðallega að morgni til með þeirri tilfinningu að hún muni svitna sem verður ekki nema á einstaka stað en léttir á við mat. Kvíði fylgir hitakófum.

Kali Brom: Hitakóf eingöngu í andliti.

Kali Carb: Hitakóf aðallega á kvöldin og eftir erfiði, roðinn færist upp á við og konan svitnar á efri hluta líkamans á nóttu sem degi. Aukinn hjartsláttur fylgir þessu.

Kreosotum: Brunatilfinning um allan líkama og sviti en konunni léttir við að fara í volgt bað. Pirringur og eirðarleysi og konan þarf mikla hreyfingu á kvöldin og um nætur.

Lachesis: Skyndileg hitakóf og klístraður sviti um miðjan daginn og þessu fylgir hiti og roði í andliti og oft brennandi verkir í höfði. Hitakófunum fylgir stundum sviti og þá helst vegna andlegs álags en kynfærin svitna hinsvegar mikið.

Lycopodium: Hitakófin færast uppá við í andlitið og svitinn er klístraður, og ástandið er verst á kvöldin, í mannþröng eða í heitu herbergi. Svitinn lyktar illa.

Nux Vomica: Hitakófin koma meðan konan borðar, við mikla hreyfingu og ógleði fylgir gjarnan með. Hún svitnar mikið í andlitinu og á kynfærum á kvöldin og kvíði fylgir þessu.

Phosphorus: Hitakóf, eins og volgu vatni sé hellt yfir hana, svitinn er klístraður og mikill framan á líkamanum, maga og brjósti og færist upp á við í andlitið. Eykst við kvíða- og reiðitilfinningar.

Psorinum: Hitakóf, eins og volgu vatni sé hellt yfir hana, svitinn færist upp á við, andlitið er rjótt aðallega eftir kvöldmat. Hitakófin trufla svefninn.

Pulsatilla: Hitakóf aðallega í andliti um nætur og ef hún er í hita. Annars er hún kulsækin líkamlega og meyr tilfinningalega.

Sepia: Hitakóf sem færast upp líkamann. Mikill illa lyktandi sviti aðllega eftir hádegi og fram á nótt. Veikleiki fylgir í kjölfarið.

Sulphur: Hitakóf á brjósti sem færast upp í andlitið aðallega á kvöldin, um nætur og í mannþröng. Þreyta fylgir í kjölfarið.

Sulphur Acid: Hitakóf í andliti með klístruðum svita aðallega á kvöldin, um nætur og eftir mikla hreyfingu. Andlitið er rautt og svitnar sérstaklega ef konan borðar heitan mat.

Þegar möguleikarnir eru þetta margir og margvíslegir, gefur auga leið að það skiptir meginmáli að val á remedíu sé nákvæmt.

Hómópatísk meðferð er  valmöguleiki fyrir þær konur, sem vilja upplifa breytingaskeiðið sem eðlilegan hluta lífs síns, en líka fyrir þær konur, sem ekki geta notað hormóna t.d. vegna krabbameins og lifrarsjúkdóma og einnig getur hún hjálpað þeim konum, sem nota hormóna, til að draga úr aukaverkunum.

Sjá einnig grein um Breytingaskeiðið og hómópatíu eftir Guðnýju Ósk Diðriksdóttur

Previous post

Sprungur á bak við eyru

Next post

Exem

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *