Fræðslumolar um meðferðirFræðsluskjóðan

Þrif á útigrillinu

Útigasgrillið þarf að þrífa reglulega eins og hvert annað heimilistæki. Gott er að slökkva ekki strax á grillinu eftir notkun, heldur hækka hitann og leyfa mestu fitunni að brenna af grillgrindinni. Nudda svo með vírbursta yfir grindurnar á meðan þær eru enn heitar.

Svo þarf reglulega að taka það vel í gegn.

Leggið grindurnar og aðra lausa hluta grillsins í bleyti í sjóðandi vatn, eftir að þeir hafa legið í bleyti í einhvern tíma, skal skrúbba með bursta eða svampi. Hægt er að setja matarolíu á burstann eða svampinn það auðveldar verkið. Varast skal að nota sterkar sápur, ef að sápa er notuð ætti þá helst að nota uppþvottalög.

Hreinsa skal stálpípurnar undir brennurunum með t.d. tannstöngli eða öðru fínlegu áhaldi.

Grillsteinunum ætti að skipta út reglulega, eins má sjóða þá í vatni til að endurnýja lífdaga þeirra. Einnig þarf að fara vel yfir slönguna sem tengir gaskútinn við grillið, ef hún er sprungin eða skemmd á einhvern hátt, skiptu henni út.

Spúla skal grillið að utan sem og að innan og láta svo þorna vel áður en að öllu er raðað saman aftur. Passa skal uppá að líma yfir gasleiðslunar áður en að það er gert. Gott er að bera matarolíu á grillið að innan eftir að það hefur þornað.

Previous post

Rjúkandi útigrill

Next post

Að halda matreiðslubókinni opinni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *