FæðubótarefniMataræði

Grapefruit Seeds Extract (GSE)

Grapefruit seeds extract (GSE) er unnið úr steinum grape aldins og hefur það fengið viðurnefnið, náttúrulegt sýklalyf.

GSE inniheldur mikið af C- og E-vítamínum og bíóflavónódum, sem eru andoxunarefni og vernda frumur líkamans. Áhættulaust er að taka það til lengri tíma, en sennilegast er þó alltaf best að hvíla inn á milli og taka frekar inn þegar einkenni byrja að sýna sig. Óhætt er fyrir bæði börn og fullorðna að taka GSE og jafnvel hefur dýrum verið gefið það með góðum árangri.

GSE hefur mjög viðamikla virkni, það hefur t.d. náttúruleg úthreinsunaráhrif fyrir líkamann og eflir og verndar ónæmiskerfið gegn innvortis og útvortis sýkingum. Einnig hjálpar það að koma á ákjósanlegu sýrustigi í líkamanum og er því einstaklega gagnlegt við Candídasveppasýkingu.

Hægt er að nota GSE á mjög margan hátt, bæði innvortis og útvortis. Innvortis hefur það reynst vel m.a. við meltingarfærakvillum, niðurgangi og matareitrunum. Það ræðst gegn bakteríusýkingum, sveppasýkingum og jafnvel er talað um að það ráði við sumar veirusýkingar sem pensilín gerir ekki. Candídasveppasýkingu, þrusku, sýkingu í gómi og síþreytu. Einnig við kvefi og flensum, hálsbólgum, eyrnabólgum og ennis- og kinnholubólgum.

Útvortis hefur GSE reynst m.a. vel við bólum, fótasveppum, sýkingum í húð, húðsveppum, sárum, vörtum, brenninettluútbrotum, flösu, frunsum, hárlús, hlaupabóluútbrotum og sprungnum vörum.

Þegar ávextir eru skolaðir, setjið 2-3 dropa af GSE út í vatn í skál og látið ávextina liggja í vatninu smá stund.

Einnig hefur GSE verið notað til að þrífa tannbursta, skurðarbretti, eldhúsáhöld, notað til að skola grænmeti og ávexti og til að sótthreinsa vatn á ferðalögum. Ásamt því að hægt er að nota það sem sprey á plöntur til að komast í veg fyrir pöddur og lýs.

Ráðlegt er að taka acidophilus með þegar GSE er tekið, þar sem að þarmaflóran gæti raskast við inntöku, sérstaklega ef að verið er að taka stærri skammta vegna sýkingarástands.

Auðvelt er að rugla Grapefruit Seeds Extract sem unnið er úr greipávexti, við Grape Seeds Extract sem unnið er úr vínberjum. (sjá grein Grape Seeds Extract)

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Ginkgo Biloba

Next post

Lýkópen

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *