Heilsubankinn Heilsubankinn
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 
Spjallsvæðið
Á döfinni

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

"Föstu"dagur Prenta Rafpóstur

Ég fékk sendan póst frá Jónínu Ben í gær þar sem hún er að hvetja fólk til að taka sér einn dag í viku þar sem það fastar. Ég tel þetta vera góðan punkt en það er eins með þetta og allt annað, meðalhóf er oft best.

Það er best að hlusta á líkamann og oft kallar hann hreinlega á "föstu"dag. Þá hefur maður litla matarlist og er jafnvel hálfómótt án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Þá er gott að gefa líkamanum frí.

Ég birti hér textann sem ég fékk sendan frá henni Jónínu:

 

Það er ekki bara til þess að megra sig að fólki er ráðlagt að afeitra sig. Ástæðurnar eru margvíslegar eins og Dr. Dabrowska (pólski læknirinn okkar) bendir á í fyrirlestrunum sínum.

Afeitrunin er stór þáttur í að halda heilsu og lifa frískur til efri áranna. Því miður er það oft þannig að við þurfum að veikjast til þess að kunna að meta heilsuna. Heilsubrestur hefur áhrif á alla fjölskylduna og þó sér í lagi á andlega líðan okkar sjálfra. Við breytumst sem manneskjur þegar við veikjumst og verðum þá oft að leggja til hliðar áhugamál og vinnuna sem er jú mikilvæg flestum.

Mig langar að hverja ykkur til þess að taka einn dag í viku og fasta. Það er gott að fasta með því að drekka bara vatn yfir daginn og tvö glös af tómatsafa (lífrænum) Með því að hvíla líkamsstarfsemina í einn dag í viku byrjar hið svokallaða Self healing (sjálfsheilunar) kerfi að virka. Líkaminn sjálfur tekur í taumana og vinnur bug á sjúkdómum sem stafa af lömuðu ónæmiskerfi oft á tíðum.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn