Heilsubankinn Mataræði
ForsíðaMataræðiHreyfingHeimiliðUmhverfiðMeðferðir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viðkemur heilsu okkar og lífsháttum. Honum er ætlað að stuðla að aukinni meðvitund um holla lífshætti og um leið er honum ætlað að vera hvatning fyrir fólk til að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamiðill, auk þess sem hann er gagnabanki yfir aðila sem bjóða þjónustu er fellur að áherslum Heilsubankans.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Heilsubankans (hér) og sendum við þér þá fréttabréfið okkar í tölvupósti ca. tvisvar sinnum í mánuði. Þar koma fram punktar yfir það helsta sem hefur birst á síðum Heilsubankans, auk tilboða sem eru í boði fyrir handhafa Heilsukortsins.

Við bjóðum þig velkomin(n) inn á vefinn og hlökkum til að sjá þig hér sem oftast.

Rabarbari Prenta Rafpóstur

Inga sendi okkur uppskrift af ís, úr rabarbara og bönunum, sem hljómar ótrúlega spennandi.

Það er sérstaklega skemmtilegt hvað fólk er farið að vera hugvitsamt í að nota þetta auðræktaða hráefni þar sem maður ólst upp við að rabarbarinn var nær eingöngu notaður í sultur og grauta. Nú sér maður fólk nota hann í heita rétti, eftirrétti, bökur, ís og jafnvel svaladrykki, auk þess sem hann er notaður í alls kyns meðlæti með heitum mat.

 

Á Íslandi vex rabarbarinn nær því villtur, en það er öðru nær í mörgum löndum Evrópu þar sem erfitt er að verða sér úti um hann og litið á hann sem eftirsótta gæðavöru.

Þegar ég var barn var alltaf farið á haustin til að taka upp rabarbara og svo var lagst í sultugerð af kappi. Hins vegar er um að gera að fara að nýta rabarbarann strax og hann fer að spretta því hann er jafnvel betri snemm sumars, hann verður súrari þegar líður á vaxtartímann.

Rabarbarinn vex best í rökum og frjóum jarðvegi á sólríkum stað, en hann þolir þó vel skugga.

Rabarbarinn er talinn vera góður fyrir meltinguna og hafa bólgueyðandi áhrif.

 

Ég uppgötvaði í sumar, þegar ég átti ekki sítrónu að soðinn rabarbari nýtist frábærlega í mat í stað sítrónu. Blandið bara rabarbaramauki (ósættu) út í matinn í lok eldunartíma og hann gefur þetta fína, fríska og lítið eitt súra bragð, rétt eins og sítrónusafinn gerir.

Hægt er að frysta rabarbara og er um að gera að britja hann niður á haustin, setja í passlega stóra poka og grípa svo í hann eftir hendinni yfir veturinn.

  Til baka Prenta Senda þetta á vin
 
Greinar Pistill dagsins Viðtöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og ábendingar Vandamál og úrræði
Skráning á þjónustu- og meðferðarsíður

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur áskilinn