HeilsaVandamál og úrræði

Slæmir tíðarverkir

Sælt veri fólkið og takk fyrir frábæran vef.
Mig langar svo að verða mér út um eitthver náttúruleg og góð ráð við slæmum tíðarverkjum. Ég er að tala um mjög mikla verki og vanlíðan sem endar oftast með uppköstum hjá viðkomandi.
Með bestu kveðju, Guðbjörg.

 

Sæl Guðbjörg. Fyrst vil ég nefna að rétt og gott mataræði getur gert kraftaverk þegar kemur að slæmum tíðarverkjum.

Ég sjálf þjáðist af gríðarlega slæmum krömpum þegar ég hafði blæðingar, allt þar til ég breytti algjörlega um mataræði. Eftir það hef ég verið allt önnur, finn fyrir örlitlum óþægindum en ekkert umfram það.

Ein af ástæðum tíðarverkja getur verið ójafnvægi í hormónabúskapnum – of hátt hlutfall estrógens og of lágt hlutfall progesteróns – ásamt viðkvæmni fyrir hormónabreytingum. Mataræði getur verið mikilvægur þáttur til að ná tökum á þessu fyrir margar konur.

Ójafnvægi í blóðsykri getur einnig verið stór þáttur og slæmir tíðarverkir hafa einnig verið tengdir við fæðuóþol og ofnæmi.

Mikilvægt er að borða vel af ferskum ávöxtum og grænmeti, heilkorni og baunum og borðið nóg af hnetum, möndlum og fræjum. Kjúklingur og fiskur eru einnig góðir próteingjafar.

Verið duglegar að borða flókin kolvetni og trefjaríka fæðu. Það hjálpar líkamanum að losa sig við umframmagn estrógens.

Drekkið nóg af vatni. Borðið helst ekki rautt kjöt og alls ekki viku fyrir blæðingar. Takið út alla unnar matvörur og skyndibitamat.

Dragið úr neyslu á mjólkurvörum.

Gott er að létta fæðuna nokkrum dögum fyrir blæðingar og sumar konur fara á safaföstur í nokkra daga áður en blæðingar byrja og segja það draga úr óþægindum.

Hreyfing er gríðarlega mikilvæg, þó það væri ekki nema 30 mínútna daglegir göngutúrar. Hreyfingin heldur hormónabúskapnum í auknu jafnvægi, auk þess sem hún eykur súrefnisflæði í blóðinu. Það auðveldar upptöku næringarefna og léttir líkamanum að losa sig við eiturefni.

Gott er að draga úr kaffidrykkju og helst að hætta henni alfarið. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem neyta reglulega koffeins eru fjórum sinnum líklegri til að þjást af tíðarverkjum.

Margar konur sem eru slæmar af tíðarverkjum geta jafnframt þjáðst af ójafnvægi í ónæmiskerfinu og margar konur þjást af óeðlilegri starfsemi í skjaldkirtli. Full ástæða er til að kanna hvort um slíkt er að ræða.

Gott er að taka inn Asidophilus þar sem hann auðveldar niðurbrot estrógens. Einnig er gott að taka inn kalk, magnesíum og D-vítamín.

Hvannarrætur, úlfarunni og kamilla geta dragið úr krömpum.

Hómópatía hefur einnig gagnast við þessum leiða kvilla. Bendi á fjöldan allan af góðum hómópötum sem eru skráðir hjá okkur á Heilsubankanum.

Nálastungur gagnast mörgum við að draga úr óþægindum og væri ráð að prufa nokkur skipti.

Hægt er að þrýsta sjálfur á punkta á milli stóru táa og næstu táa til að slá á krampa. Þrýstið með vísifingri  inn í grópina þannig að fingurnir beinist ögn frá stórutá og nuddið fast og þrýstið svo í um 1 mínútu á punktinn.

 

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað áleiðis

Gangi þér vel.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Blóðsykur í jafnvægi

Next post

Þurr húð

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *