MataræðiÝmis ráð

Er sykur “fíkni”efni?

Hér er smá frétt fyrir þau okkur sem ekkert skilja í því að það er eins og við séum stundum stjórnlaus þegar kemur að sykrinum.

Morgunblaðið sagði í gær frá rannsókn sem gerð var á rottum, til að kanna áhuga þeirra á sykri. Þessar rottur voru háðar kókaíni en þegar þeim var boðið annað hvort sykur eða kókaín, þá tóku þær sykurinn fram yfir kókaínið.

Sykurinn er sagður valda svipaðri vellíðunartilfinningu í líkamanum og kókaín, jafnt hjá mönnum sem þessum rottum og veldur sykurinn svipaðri fíkn og eiturlyf.

Í fréttinni er sagt að áætlað sé að um 25% jarðarbúa séu háð sykri.

Fróðlegt væri að vita hvað hlutfallið er, eingöngu hér á Vesturlöndum. Ég hef heyrt marga heilsugúrúa halda því fram að sykurinn sé algengasta og alvarlegasta eiturlyfið sem sé í umferð í dag. Dæmi nú hver fyrir sig.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í september 2007

Previous post

Vanmeta sykurneyslu

Next post

Flöskuvatn

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *