FæðubótarefniMataræði

Að halda húðinni fallegri

Húðin er stærsta líffæri líkamans og er öflug vörn gegn umheiminum, hún stjórnar hita- og vökvajafnvægi líkamans og hindrar að skaðlegar örverur eigi greiðan aðgang að honum.

Húðin skiptist í þrjú lög. Innsta lagið nefnist undirhúð, sem að einangrar líkamann, næst er leðrið með þéttu æðaneti, taugum og svitakirtlum. Yst er húðþekjan, slitþolið, sveigjanlegt og vatnshelt lag sem að sér um eigið viðhald.

Góð blóðrás eykur fegurð og hreysti húðarinnar í andlitinu og bæta má um betur með því að æfa andlitsvöðvana reglulega (sjá grein Andlitsleikfimi).

Hvað getum við gert til að halda húðinni mjúkri og ferskri. Margir kaupa og bera á sig mikið af alls kyns dýrum kremum sem að samkvæmt auglýsingum eiga að gera kraftavert. En ekkert er jafn áhrifamikið fyrir fallega húð og gott mataræði og mikið magn af vatni.

Vatnsdrykkja er mjög mikilvæg til að halda rakanum í húðinni, ef hún þornar um of, myndar þurrkurinn hrukkur í húðinni.

Góðar fitusýrur, sem fást með því að borða mikið af feitum fiski, hjálpa húðinni verulega til að halda mýkt sinni og fallegri áferð.

Hörfræolía gefur líka vel af Omega-3 fitusýrum eins og fiskurinn og hjálpar því til við að viðhalda fallegri húð.

Kókosolía er frábær fyrir húðina bæði til inntöku og einnig sem áburður. Hún eykur upptöku og nýtingu af Omega 3 og 6 fitusýrum og gefur húðinni aukinn gljáa.

Sagt hefur verið að þú skulir aldrei bera á líkama þinn nokkuð sem að þú getur ekki sett ofan í þig, þá ætti kókosolían að vera valin, bæði til inntöku og sem húðáburður (sjá grein Kókosolía)

A-vítamín er einnig nauðsynlegt fyrir heilbrigða húð. Það fæst úr dökkum appelsínum, gulrótum, sætum kartöflum og grænu grænmeti, eins og brokkolí, spínati og káli.

E-vítamín er ekki síður nauðsynlegt fyrir fallega húð. Það fæst úr hnetum og fræjum t.d. heslihnetum, möndlum og graskersfræjum, sem að einnig innihalda sink, sem er líka nauðsynlegt til að viðhalda góðri húð.

Silica og Selen eru einnig nauðsynleg efni fyrir húðina, Silica fæst úr grænum baunum, jarðarberjum, gúrku, mangó, aspas, sellerý og rabbabbara og Selen fæst úr fiski, t.d. laxi og túnfiski, hvítlauk og Braselíuhnetum, líka úr eggjum og brúnum hrísgrjónum.

Að auki við ofantalið, er góður svefn algjörlega nauðsynlegur, hvíld og slökun geta gert gæfumuninn á útliti húðarinnar. Vel úthvíldur einstaklingur, í góðu jafnvægi andlega og næringarlega, geislar og ber af hvar sem hann mætir.

Previous post

„Hummum" öndunarveginn hreinan

Next post

Áhrif blóðþynningarlyfja og K vítamín

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *