Heilsa

Einkenni sykursýki

(Eftirfarandi er tekið af vef Samtaka Sykursjúkra á Norðurlandi)  

Hvað er sykursýki
(Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem kemur fram þegar brisið framleiðir ekki nægjanlegt insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér insúlínið sem brisið framleiðir. Þetta verður til þess að sykur safnast fyrir í blóðinu og veldur skemmdum á líffærum svo sem æðum og taugum.

Nú á dögum er almennt talað um tvær megingerðir sykursýki, tegund 1 og tegund 2

Insúlínháð sykursýki (einnig kallað Týpa 1).
Insúlínháð sykursýki, Týpa 1, á sér stað þegar brisið framleiðir ekki insúlín sem er manninum lífsnauðsynlegt. Án insúlíngjafar deyr einstaklingurinn, Fyrir tíma insúlínsins voru lífslíkur ungrar manneskju sem greindist með sjúkdóminn 1-4ár. Týpa 1 greinist oftast á barn- og unglingsaldri og eru um 10-15% sykursjúkra haldnir henni.

Helstu einkenni Týpu 1:

  • Tíð þvaglát
  • Stöðugur þorsti
  • Síþreyta
  • Stöðug svengd
  • Skyndilegur þyngdarmissir
  • Pirringur
  • Óskýr sjón

Insúlínóháð sykursýki, Týpa 2:

Insúlínóháð sykursýki, Týpa 2, á sér stað þegar líkaminn framleiðir ekki nægilega mikið af insúlíni og eða þegar hann hefur misst getu sína til að nýta það insúlín sem framleitt er.

Týpu 2 er hægt að stjórna með mataræði, töflum og skipulagðri hreyfingu. Þetta er langalgengasta tegundin af sykursýki, hlutfallið um 85-90% og verður hennar aðallega vart í fullvaxta einstaklingum.

Helstu einkenni Týpu 2:

  • Óskýr sjón
  • Stöðugur þorsti
  • Óútskýranlegur þyngdarmissir
  • Dofi og sérkennileg tilfinning í höndum og fótum
  • Tíð þvaglát
  • Ástæðulaus þreyta
  • Húðkvillar algengir og sár gróa illa
Previous post

Eiga konur að fara í brjóstamyndatökur?

Next post

Engifer

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *