Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Žjįlfun.is
Einkažjįlfun - Hópžjįlfun - Fyrirtękjažjįlfun
Póstnśmer: 201
Žjįlfun.is
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Hreinsum og endurnżjum lķkamann į nżju įri! Prenta Rafpóstur

Grein eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista

Detox eða hreinsun er góð aðferð til að byrja á nýjum og hollari lífsstíl eða til að viðhalda góðum lífsstíl sem er að virka fyrir þig.

Detoxaðu lífið!

Ég lofaði á dögunum að kynna ykkur fyrir 10 grunnreglum í hollu mataræði sem ykkur gefst tækifæri til að notfæra ykkur sem innblástur í hollari lífsstíl. Við tökum á þeim á nýju ári. En áður en það gerist skulum við afeitra líkamann.

Til mín leitar m.a. fólk í næringarþerapíu sem einmitt er að leita að varanlegum leiðum til betri heilsu og vellíðunar í gegnum betra mataræði. Ósjaldan mæli ég með að hefja nýja lífsstílinn á detox eða hreinsunarkúr og þannig ekki bara gera líkamann betur undirbúinn til að vinna úr og með nýju mataræði en einnig til að marka tímamót og nýja byrjun sem er sterkt mótiverandi og hvetjandi verkfæri.

Vegna mikillar eftirspurnar mun ég í 4. viku í janúar 2007 halda einnar viku langt detox námskeið sem hefst í Reykjavík en verður að mestu haldið á Hótel Laka í Efri Vík á Kirkjubæjarklaustri. Markmiðið er að hreinsa og afeitra en einnig gefa þátttakendum innsýn í hvernig líkaminn afeitrar og hvaða matur, jurtir og bætiefni hreinsa, styðja, styrkja, bæta og ekki síst byggja líkamann upp. Upplýsingar um námskeiðið er á http://www.10grunnreglur.com/

Lifrin er mikilvægasta afeitrunarlíffæri líkamans

Einn af mikilvægustu  hæfileikum líkamans er, fyrir utan það að melta, vinna úr og taka upp og nýta næringarefni, er að afeitra eiturefni og önnur efni sem eru líkamanum óholl og losa hann við þau með saur, þvagi, útöndun og svita. Þessi efni eru líkamanum hættuleg og geta valdið sjúkdómum  og flýta fyrir ótímabærri öldrun.

Það eru fleiri líffæri sem gegna hlutverki afeitrunar en lifrin fer þó með aðalhlutverkið.

Það er ekki vitlaust að læra hvernig þessi afeitrun fer fram, og kunna á það sem nauðsynlega þarf að vera til staðar svo að hún geti sinnt hlutverki sínu sómasamlega og án þess að gera meiri skaða en gagn. Að þekkja og kunna að nýta og nota markvisst efni úr mat og  jurtum til að tryggja góða og virka afeitrun...alltaf.

Detox er ekki kúr heldur virkur lífsstíll...alltaf!

Það er góður siður að gefa líkama og huga nokkra daga frí tvisvar sinnum á ári og gefa honum hvíld frá tormeltum og óhollum mat og í staðinn veita honum tækifæri til að hreinsa sig vel með vel völdum og markvissum jurtasöfum, grænmetissöfum og ávaxtadjúsum.

En það ber að hafa í huga, að líkaminn og lifrin afeitra alltaf, allan sólarhringinn, allan ársins hring. Og það þarf alltaf að sjá til þess að veita afeitrun þessari  gaum með því að borða þannig mat sem auðveldar afeitrun og hreinsun, allan ársins hring, ekki bara tvisvar sinnum á ári.  Skortur á t.d. sérstökum amínósýrum og andoxunarefnum getur komið í veg fyrir velheppnaða afeitrun. Afleiðing getur sýnt sig í þreytu, sljóleika, vanlíðan, gráum húðarlit, óhreinni húð, meltingarvandamálum, fyrirtíðarspennu, offitu og ótímabærri öldrun. Þú verður hreinlega eldri en þú ert eða þarft að vera.

Góð hreinsun, detox og hollt mataræði er leiðin til að yngjast upp án þess að gangast undir skurðaðgerðir eða nota kemísk efni. Alvöru matur og markvisst og meðvitað val er leiðin að jafnvægi.

Detox er að taka ábyrgð á eigin líkama og heilsu

Líkami sem er fær um að afeitra sig í gegnum allar útgönguleiðir er líkami í jafnvægi. Til þess að vera fær um það þarf að tryggja að maturinn sé eiturefnalaus og samsettur í jafnvægi svo að líkaminn fái rétt prótein, fitu og kolvetni.

Til dæmis er prótein algjörlega ómissandi fyrir afeitrun lifrarinnar. Hún er nefnilega fær um að búa til afar sterkt andoxunarefni en einungis ef hún fær réttu amínósýrurnar frá próteininu.

Nauðsynlegt er að drekka hreint vatn og safa til að örva og tryggja detox í gegnum nýrun. Hreyfing og líkamrækt er nauðsynleg fyrir blóðrennsli  og úthreinsun gegnum öndun og svita. Hreyfingin verður einnig til þess að blóðið hreinsar frumurnar og tekur úrgangsefni með sér frá þeim og kemur þeim út.  Líkamsnudd er þar af leiðandi mjög ákjósnalegt til að auðvelda afeitrun. Svo og gufa og eimböð. Það verður möguleiki á að komast í hvoru tveggja á Detox námskeiðinu. Gott blóðrennsli hefur einnig góð áhrif á minni og einbeitingu.

Dæmi um fæðutegundir sem afeitra:

Til dæmis brokkoli, spínat, steinselja, fiskur, vatnsmelóna, sítróna og -börkur (lífrænn), grape og börkur (lífrænn).

 

Dæmi um jurtir sem afeitra:

Mjólkurþistill, vallhumall, rósmarin, hvítlaukur, laukur, grænt te t.d. Original Green Tea, engifer

 

Bætiefni sem styrkja afeitrun:

B vítamin t.d. B súper frá Heilsu, Milk Thistle, Garcin hylki, Detox jurtate

  Til baka Prenta Senda žetta į vin
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn