Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Eydķs Hentze
Fęšingarcoach
Póstnśmer: 0
Eydķs Hentze
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Żmis rįš viš flensu Prenta Rafpóstur

Margir eru búnir að liggja í flensu upp á síðkastið og er ráð að benda á atriði sem hægt er að gera til að styrkja líkamann í að hreinsa þessi leiðindi út.

Samkvæmt Doktor.is eru helstu tilfelli sem að hafa verið að koma inn á Læknavaktirnar undanfarna viku, hálsbólga 285 tilfelli, eyrnabólga 100 tilfelli, lungabólga 32 tilfelli og Streptókokkahálsbólga 17 tilfelli.

Svo eru það hefðbundnu kvefpestirnar sem að blossa upp í vetrarbyrjun. Oftast fylgja þeim, hiti og aukin slímframleiðsla, ásamt fleiri einkennum.  Þá er best að liggja fyrir og drekka mikið vatn til að næra hreinsunarkerfi líkamans. Þetta ástand gengur yfir á 5-10 dögum, en því miður gefum við okkur sjaldnast tíma til að hvílast svo lengi.

Til að hjálpa líkamanum að yfirvinna þessi einkenni er ráð að:

Taka inn olífulaufþykkni (pensilín nútímans). Það má taka til að fyrirbyggja kvef og flensur, þykknið er líka virkt gegn streptókokkum.  Virkni ólífulaufsþykknis er mjög góð gegn síþreytu og skertri starfsemi ónæmiskerfisins.

Taka inn sólhatt, hann hefur reynst prýðilega sem fyrirbyggjandi gegn kvefi og flensum.  Mikill kostur við sólhatt er að auk þess að styrkja ónæmiskerfið, vinnur hann á sýklum, án þess að skaða gerlagróður meltingarfæranna

Drekka engiferte, við hósta og kvefi á byrjunarstigi.  Engifer er mjög hitagefandi, setur hita í kroppinn með því t.d. að rífa niður ferska rót útí súpurnar og grænmetisréttina.  Einnig má rífa niður engiferrót í fótabaðið fyrir kalda fætur.

Drekka Cayennepiparte, blanda cayennepipar útí heitt vatn. (ca. hnífsoddur)

Borða hvítlauk, hann styrkir ónæmiskerfið.  Margt bendir til að hann hafi einnig vírusdrepandi eiginleika og er því tilvalinn í baráttunni gegn kvefi og inflúensu.  Hann er mjög virkur gegn eyrnabólgum. 

Góður svefn og slökun eru nauðsynleg fyrir góða heilsu. Þegar okkur líður vel og erum í góðu jafnvægi er líklegra að við stöndum af okkur flensur, kvef og umgangspestir. 

Borða auðmeltanlegan mat, t.d. súpur.  Ekki brasaðan, steiktan mat sem að líkaminn þarf að nota mikla orku við að melta.

Nauðsynlegt er að læra að hlusta á líkamann sinn og nema skilaboð hans. Veikindi eru ekki alltaf neikvæð. Eðlilegt er að veikjast 1-2 svar á ári.  Líta má svo á, að ónæmiskerfið sé í góðum leikfimistíma, þar sem nauðsynlegt er fyrir ónæmiskerfið að fá áreiti til að halda sér í formi.

 

Mikið er til af hómópatískum remedíum sem að hjálpa við kvef- og flensueinkenni, en tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin:

Aconite:  Gefið innan sólarhrings. Kemur snögglega, oft eftir að verða kalt eða eftir kaldan vind. Vaknar upp með þurran, barkahósta verri á miðnætti og á nóttunni. Þurr munnur og andstutt. Verri við kulda, kalt vatn, tóbaksreyk, liggja á hlið.  Hnerri. Mikill útskilnaður. (Höfuðverkur, hiti, þorsti, svefnvandamál)

Allium Cepa:  Kvef með miklum, vatnskenndum, brennandi útskilnaði. Verri í heitu herbergi, innandyra, kvöldin. Betri við ferskt loft. Útskilnaður brennir nasir. Lekur úr augum. Augu rauð og vilja nudda augun. Mikill hnerri. Byrjar oftar í V og fer í H nös. Stundum fylgir höfuðverkur í fremri hluta höfuðs. Heitur og þyrstur. 

Arsenicum:  Skyndilegur hár hiti ásamt máttleysi, þrátt fyrir eirðarleysi. Höfuðverkur kvef, hálsbólga, meltingarvandamál, oftast niðurgangur, geta fylgt. Brennandi útskilnaður sem brennir efri vör og nasaholur. Kaldur og viðkvæmur fyrir dragsúg. Hnerri við minnstu hitabreytingu. Byrjar í nefi og fer niður í háls. Þurr munnur, mjög þyrstur í sopa af vatni.

Belladonna:  Lykileinkenni eru rautt andlit og rauð slímhúð, varir og gómur. Kemur snögglega, hár hiti, höfuð heitt og útlimir kaldir. Hitinn streymir frá höfðinu. Er þurr og heit, svitnar ekki, með sterkan púls. Er með óráði er lokar augunum.  Óróleg í svefni og fær martraðir. Ekki þyrst. Stíflað nef með höfuðverk.

Bryonia:  Hiti hækkar hægt og líkaminn er undirlagður af verkjum, verri við hreyfingu. Þurr hósti og verða að halda um brjóstið þegar hósta. Munnur þurr og þorsti í kalda drykki. Rauð, tárvot augu. Verri í heitu herbergi, hita, morgnana, kl.21.00. Betri í köldu herbergi, ferskt loft, hvíla sig, vera kyrr. Höfuðverkur framan til og er verri við minnstu hreyfingu.  Pirruð og vill ekki samúð. Hnerrar oft, sem veldur stingandi verk ofan á höfði. 

Eup.-per.:  Beinverkir, verri við hreyfingu. Kuldahrollur, verri 7.00-9.00 á morgnanna. Þorsti og verkir sérstaklega í baki.  Hár, þurr hósti, oft með niðurgangi. Köld, en vill kalda drykki og jafnvel ís. Þreytt og veikburða, vill liggja er samt eirðarlaus.

Euphrasia:  Rennur brennandi tár úr augum en glært, sem brennur ekki, úr nefi. Rauð augu og kinnar, verri úti við. Mikill hnerri, verri á nóttunni, liggja, vindi. Síðar harður hósti og hæsi. Hósti verri á daginn, betri að liggja.

Ferrum Phos.:  Sérstaklega á fyrstu stigum hitans. Hiti kemur ekki snögglega og viðkomandi er ekki mjög máttfarin, né mjög pirruð. Kvef með blóðlitum útskilnaði.

Gelseminum:  Algengasta flensuremedían. Mjög máttfarin og þyngsli í líkamanum. Oft jafnvel að augu opnast aðeins til hálfs sökum máttleysis. Vatnskenndur útskilnaður. Hnerri þrýstir á nefrót. Hiti, beinverkir, verkir alls staðar og höfuðverkur aftan til í höfðinu. Brennandi útskilnaður úr nefi. Verri við hreyfingu, áreynslu. Betri við að pissa. Ekki þyrst og kulvís. 

Hepar Sulph.:  Hnerri við minnstu hitabreytingu. Útskilnaður þykkur og gulur. 
Verri við kalt loft. Höfuðverkur. Viðkvæmur fyrir snertingu og er pirraður.

Nat. Mur.:  Síendurtekið kvef. Eftir tilfinningalegt áreiti t.d. sorg. Hnerra oft. Mikill vatnskenndur útskilnaður frá nefi og augum. Missir lyktar- og þefskyn. Getur orðið að þykku, hvítu slími. Verri á morgnanna.  Þurrar, sprungnar varir.  Frunsur.

Pulsatilla:  Þykkt glært, gul/grænt slím.  Stíflað nef til skiptis H-V. Verri á nóttunni, liggja.  Sjúklingur andar með munninum í svefni. Verri í heitu herbergi. Rennur úr nefi úti við. Þurr munnur en enginn þorsti.  Viðkvæmni, tilfinningasemi, grætur auðveldlega og vill samúð.

  Til baka Prenta Senda žetta į vin
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn