HeimiliðSnyrtivörur

Hvíttið tennurnar með jarðarberjum

Stöðugt færist í vöxt að fólk reyni ýmsar aðferðir til að fá tennur sínar perluhvítar. Ýmislegt hefur áhrif á að tennurnar í okkur litast en nýtt viðmið í dag, kemur eflaust frá stórstjörnunum í Ameríkunni, þar sem enginn er maður með mönnum, nema fara reglulega í tannhvíttun.

Hér á landi virðist þetta einnig færast í vöxt og virðist tannhvíttun til dæmis hafa bæst við á listann, yfir það sem telst algjörlega nauðsynlegt fyrir verðandi brúður að gera áður en stóri dagurinn rennur upp.

Margir kvarta hins vegar yfir kuli í tönnum eftir slíkar meðferðir og eins geta þessar meðferðir haft slæm áhrif á góminn og taugaenda í gómnum.

Það sem orsakar það að tennurnar í okkur litast, eru lituð mólekúl sem finnast til dæmis í rauðvíni, kaffi og tei.

 

Ef þú vilt prófa öruggari leið til að lýsa tennurnar getur þú prófað þessa einföldu aðferð:

  • Kremdu eitt vel þroskað jarðarber og blandaðu því við ½ tsk. af matarsóda.
  • Dreifðu blöndunni á tennurnar og láttu standa í 5 mínútur.
  • Burstaðu tennurnar með smá tannkremi og hreinsaðu.

Þrátt fyrir að þessi aðferð sé algjörlega áhættulaus ber þó að hafa í huga að ofnota hana ekki, þar sem að ofnotkun getur mögulega haft slæm áhrif á glerjung tannanna. Framkvæmið því ekki oftar en vikulega.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Sólarvörn

Next post

Andlitsleikfimi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *