MataræðiVítamín

C vítamín fyrir skurðaðgerð

Ef þú ert á leiðinni í skurðaðgerð er gott að taka inn aukið magn af C vítamíni.

Ný rannsókn, sem var framkvæmd í Bonn-háskólanum í Þýskalandi, sýndi að skurðaðgerð leiðir til hraðrar minnkunar á C vítamíni í blóði.

Rannsakendurnir fundu út að magn C vítamíns í blóði minnkaði um 40% á fyrsta degi eftir aðgerð. Reiknað er með að nauðsynlegt sé að taka aukalega inn um 1.150 mg af C vítamíni til að koma vítamíninu í eðlilegt jafnvægi í líkamanum.

Það sem C vítamín gerir meðal annars, er að hraða bata eftir uppskurð. Það hefur mjög græðandi áhrif og hefur mikilvægu hlutverki að gegna við myndun nýs bandvefs. Að auki eykur C vítamín viðnám við sýkingum, sem er mikilvægur þáttur eftir skurðaðgerðir.

(Sjá einnig: Vítamín og bætiefni sem hægt er að taka til að flýta fyrir gróanda sára eða eftir aðgerðir)

Previous post

Brjóstamyndataka - er hún góð eða slæm?

Next post

Colostrum við hárlosi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *