MataræðiVítamín

Áhrif blóðþynningarlyfja og K vítamín

Nýleg rannsókn hefur sýnt að K vítamín kemur ekki eingöngu í veg fyrir kalkeringar í slagæðum heldur getur það einnig minnkað kölkun sem þegar hefur átt sér stað um 37%.

Þessi uppgötvun getur minnkað líkurnar á dauðsföllum hjá fólki með króníska nýrna- og kransæðasjúkdóma.

Annað sem er áhugavert við þessa rannsókn er að rannsakendur notuðu blóðþynningarlyf sem kallast Warfarin til að mynda kalkeringar í æðakerfum rottnanna sem notaðar voru við rannsóknina.

Þetta sýnir að sérfræðingar þekkja að besta leiðin til að orsaka kölkun í æðaveggjum er við gjöf blóðþynningarlyfja. Það er spurning hvort fólki sé gerð grein fyrir þessum þætti þegar þeim er ávísað blóðþynningarlyfjum.

Þannig að niðurstöður rannsóknarinnar skipta fólk máli sem tekur inn blóðþynningarlyf. Inntaka K vítamíns getur unnið á móti þessari hliðarverkun lyfjanna.

Fólk fær K vítamín úr margskonar fæðu og má þar nefna sojabaunir, ólívur og dökkgrænt laufgrænmeti eins og spergilkál, spínat og rósakál.

Previous post

Að halda húðinni fallegri

Next post

Áhrif rafsviðs í svefnherberginu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *