MataræðiÝmis ráð

Grænt te gott gegn sjálfsónæmi

Enn og aftur birtist ný rannsókn sem að sýnir fram á kosti þess að drekka grænt te og nú gegn sjálfsónæmi.

Rannsóknin var gerð á dýrum með sykursýki 1 og Sjögren´s sjúkdóminn á frumstigi. Tára- og munnvatnskirtlar skemmast þegar um Sjögren´s sjúkdóm er að ræða, en niðurstaðan var sú að mun minni skemmdir urðu á munnvatnskirtlum, hjá þeim hópi sem gefið var grænt te.

Þessar niðurstöður gefa mjög til kynna að drykkja á grænu tei, geti verulega dregið úr einkennum Sjögren´s sjúkdómsins, en eitt af aðaleinkennum þessa sjálfsónæmis, er þurrkur í munni.

Rannsakendurnir leituðu sérstaklega eftir bólgum og fjölda eitilfrumna, sem eru sérstök hvít blóðkorn, sem safnast saman við bólguástand. Sá hópur, sem fékk grænt te, hafði færri eitilfrumur og í blóði þeirra mældist einnig minna af því mótefni, sem líkaminn framleiðir, þegar ónæmiskerfið ræðst gegn sjálfu sér, við sjálfsónæmisástand.

Niðurstöðurnar gefa sterklega til kynna að með því að velja gott grænt te, uppfullu af hollum andoxunarefnum s.s. polyphenolum og gæða sér á þeim drykki, sé möguleiki að koma í veg fyrir marga sjúkdóma.

Talið er að grænt te sem útbúið er úr ferskum eða þurrkuðum laufum, geti t.d. hjálpað verulega vegna margra meltingarkvilla, geti komið í veg fyrir útbreiðslu ýmissa baktería, t.d. herpes, geti aðstoðað við frumuuppbyggingu í heilanum og í lifrinni og styrkt tannholdið.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Bláber eru góð fyrir ristilinn

Next post

Fæðan sjálf alltaf betri en fæðubótarefnin

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *