Heilsa

Sól gegn húðkrabbameini

Það hefur verið mikið talað um hættuna á húðkrabbameini ef fólk er of mikið í sól. Nú hafa rannsóknir sýnt að sólskinið getur einnig aðstoðað við að fyrirbyggja húðkrabbamein.

Þetta hljómar eins og þversögn en lykillinn er hófsemi. Rannsakendur í Stanford háskóla fundu út að framleiðsla á D-vítamíni örvast í líkamanum sem ónæmisviðbragð við það að útfjólubláir geislar leika um líkamann en D-vítamín vinnur að ákveðnu marki sem vörn gegn húðkrabba.

Flestir fá nægjanlegt magn D-vítamíns við það að vera úti í sólskini í um 30 – 60 mínútur á dag.

En ef fólk hins vegar er of lengi óvarið úti í sól geta útfjólubláu geislarnir valdið skemmdum á húðinni og það eykur hættuna á húðkrabbameini.

Þannig að dvöl úti í sólinni í hófi er holl og góð fyrir okkur sem eru góðar fréttir fyrir sólþyrsta Íslendinga.

Previous post

Smábruni

Next post

Sólhattur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *