Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Žjįlfun.is
Einkažjįlfun - Hópžjįlfun - Fyrirtękjažjįlfun
Póstnśmer: 201
Žjįlfun.is
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Hormónalyf gegn offitu Prenta Rafpóstur

Á fréttavef BBC í gær, þann 16.01.07, kom frétt frá prófessor Steve Bloom við London Imperial College um að verið væri að þróa nýja lausn fyrir of feitt fólk.

Offita er orðið mjög mikið vandamál í Bretlandi og kemur fram í sömu frétt að fleiri deyji í Bretlandi, en í nokkru öðru Evrópulandi, úr offitutengdum sjúkdómum. Þar í landi hefur vandinn þrefaldast síðastliðin 20 ár og er enn á hraðri uppleið.

 

Um er að ræða tyggjó sem að inniheldur hormónið Pancreatic polypeptide sem líkami okkar framleiðir í lok hverrar máltíðar til að slá á matarlöngun. Tyggjóið á að vera þeim eiginleika gætt, að viðkomandi einstaklingur í yfirvigt á að líða eins og að magi hans sé fullur. Þetta er haft eftir prófessor Bloom.

 

Hægt er að sprauta þessu hormóni í fólk og hefur það verið leiðin, en betra sé að þurfa ekki svo gróft  inngrip inn í líkamann og því hafi verið farið í að leita nýrra og auðveldari leiða fyrir fólk að taka inn þetta hormón.

 

Hugmyndin um að setja það í tyggjó var augljós, þar sem að þeir sem að eru í yfirvigt hljóti að líka vel að tyggja, er einnig haft eftir Prófessor Bloom.

 

En þetta hormónatyggjó er enn í þróun og því gæti orðið nokkur bið á að það komist í sölu fyrir neytendur.

 

Nú er spurning hvort að hægt verði að tyggja sig grannan?

Og svo aftur hvort og þá hvaða afleiðingar inntaka þessa hormóns eigi eftir að hafa á aðra líkamsstarfsemi þegar að fram líða stundir?

  Til baka Prenta Senda žetta į vin
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn