MataræðiÝmis ráð

Ólífuolía getur verndað meltingarkerfið gegn sjúkdómum

Jómfrúarólífuolía er uppfull af polyphenol, sem eru efnasambönd sem að innihalda mikið af andoxunarefnum og eru því afar nauðsynleg líkamanum. Polyphenol finnast einnig í berjum, súkkulaði, kakói, valhnetum og jarðhnetum, einnig í tei, bjór og léttvíni. Grænmeti og ávextir innihalda þessi efnasambönd og oftast er ávaxtahýðið með miklu magni polyphenola.

Nýleg rannsókn sýnir að jómfrúarólífuolía geti verndað magann og meltingarkerfið gegn sárum og krabbameini. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum frá The Spanish Institute de la Grasa og The University Hospital of Valme. Jómfrúarólífuolía var prófuð á, Helicobacter pylori bakteríum, sem eru einu þekktu bakteríurnar sem geta þrifist í mjög svo súru umhverfi magans. Sýkingar frá H.pylori bakteríum, geta valdið magasárum og magakrabbameini. Ekki voru notuð tilraunadýr heldur útbúnar svipaðar aðstæður og eiga sér stað í meltingarvegi.

Ónæmisvirkni polyphenol úr ólífuolíunni á bakteríurnar var svo mikil að einungis þurfti til mjög útþynnta lausn, u.þ.b.1%, til að hafa áhrif á þær. Vísindamennirnir segja þessar niðurstöður benda til að hægt verði að koma í veg fyrir magasár og fleiri meltingarsjúkdóma sem að H.pylori bakterían á þátt í að skapa, með inntöku á þessum polyphenol úr jómfrúarólífuolíunni. Niðurstöðurnar þurfa þó enn frekari rannsókna við.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í mars 2008

Previous post

Laukur til varnar beinþynningu

Next post

Tedrykkja vinnur á streitu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *