MataræðiÝmis ráð

Laukur til varnar beinþynningu

Laukur er mikill bragðbætir í matargerð og bráðhollur fyrir líkamann. Rannsóknir hafa sýnt að laukurinn sé einnig mjög góður fyrir beinmyndun.

Háskólinn í Bern í Sviss, gerði rannsóknir með tilraunarottur og bættu lauk í fæðu þeirra. Niðurstöður þeirrar rannsókna sýndu að líkurnar á beinþynningu minnkuðu áberandi mikið.

Með þessa rannsókn í huga má leiða að því líkur að fæði sem að inniheldur lauk geti dregið úr líkum á beinþynningu (Osteoporosis) hjá okkur mannfólkinu, er haft eftir Dr. Rudolf Brenneisen, einum af rannsóknarteyminu í Sviss.

Hann bætti einnig við að þetta sé engan vegin fyrsta rannsóknin sem að bendi á að innihald fæðunnar sem að við látum ofan í okkur, skipti miklu máli þegar að kemur að beinvexti og beinþynningu. Áður hefur verið sýnt fram á að annað grænmeti og ávextir, geti einnig haft jákvæð áhrif á ástand beina.

Til að rannsaka hvað það var í lauknum sem að hjálpaði beinunum, blönduðu rannsóknaraðilarnir mismunandi efnisþáttum úr lauknum saman við beinfrumur. Sá efnisþáttur sem að sýndi mestu virkni fyrir beinvöxtinn kallast “gamma glutamyl” peptíð og telst hann því vera aðalástæða þess að laukur geti hindrað beinþynningu.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Skortur á fitusýrum og offita barna

Next post

Ólífuolía getur verndað meltingarkerfið gegn sjúkdómum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *