MataræðiÝmis ráð

Ég fitna sama hvað ég borða !

Nýlega birtust niðurstöður úr tveimur rannsóknum sem sýndu að bakteríuflóran í þörmum fólks sem er í yfirvigt er annars konar en fólks í kjörþyngd.

Bakteríurnar hjá fólki í yfirvigt vinna mun meira af kaloríum úr matnum og breyta þeim í fitu heldur en hjá fólki sem stríðir ekki við aukakílóin.

Einn rannsakendanna, Jeffrey Gordon, prófessor hjá Washington háskóla í St. Louis útskýrði þetta á þann hátt að það væri ekki gefið að tveir aðilar, sem borðuðu sama magn af morgunkorni, tækju upp jafn margar hitaeiningar úr korninu.

Önnur rannsóknin var gerð á músum og hin á mönnum. Það kom í ljós að bæði menn og nagdýr höfðu meira af bakteríum sem kallast “firmicutes” ef þau voru í yfirvigt og á móti voru viðföngin sem voru í kjörþyngd með meira af bakteríum sem kallast “bacteroidetes”.

Rannsóknin á músunum sýndi að mýsnar í yfirvigt unnu mun meira af hitaeiningum úr flóknum sykrum og breyttu þeim í fitu. Þegar teknar voru bakteríur úr meltingarvegi músa í yfirvigt og þær settar í meltingarveg músa sem ekki voru í yfirvigt, þá þyngdust þær sömu nær tvöfalt meira en mýs sem ekki fengu þessar örverur.

Jákvæðu fréttirnar í þessu fyrir fólk í yfirvigt eru þær að það kom í ljós að þegar fólk í yfirvigt grenntist þá fækkaði bakteríunum sem það hefur í meira mæli og bakteríunum fjölgaði sem grannt fólk hefur í meira mæli.

Þannig að væntanlega með því að bæta mataræði sitt, með því til að mynda að taka út viðbættan sykur og hvítt mjöl, má leiðrétta þetta ójafnvægi í þarmaflórunni. Við það ætti fólk að grennast og geta farið að borða sama og aðrir án þess að fitna tvöfalt meira.
Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum 26. janúar 2007

Previous post

Minni matur - lengra líf

Next post

Aspartam á bannlista

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *