Á heimilinuHeimiliðHreinsiefni / Þriftips

Vatn og sápa

Vatn og venjuleg handsápa gera nánast sama gagn og sterkar bakteríudrepandi og sótthreinsandi sápur, samkvæmt rannsóknum Dr. Anthony Komaroff sem birtust í janúarhefti Harvard Health Letter.

Ef að hendur eru þvegnar í 15 sekúndur með venjulegri sápu oft og reglulega, er komist í veg fyrir 90% baktería á höndunum í hvert skipti. Því miður eru margir sem að ekki vanda handþvott og þurrka sér ekki vel á eftir.

Alkóhólblandaður sótthreinsivökvi er góður til síns brúks samkvæmt Dr. Anthony Komaroff, en fæstir nota nægjanlegt magn af honum í hvert skipti, til að teljast nógu árangursríkt. Einnig setja flestir, einungis vökvann í lófana, en ekki á handarbökin, né á fingurna eða á milli fingranna.

Ekki eru allir sáttir við notkun slíkra sótthreinsivökva og sterkrar bakteríudrepandi sápu. Umhverfissinnar mæla mjög gegn þeim, þar sem að oftar en ekki eru í þeim mikil og sterk eiturefni. Við notkun síast þessi efni inn í húðina og í blóðrás líkamans. Eins skolast þau út í umhverfið og í grunnvatnið og eitra þannig náttúruna. Hringrás náttúrunnar veldur því síðan að, eiturefni komast svo áfram í líkama mannfólksins með drykkjarvatninu.

Venjulegar handsápur sem að gera ekki síðra gagn, eru oftast gerðar úr fitum og olíum og ættu því augljóslega að vera minna skaðlegar fyrir bæði mannfólk og umhverfi.

Hægt er að versla umhverfisvænar sápur í heilsubúðum.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Skaðleg efni á heimilum

Next post

Ilmefni á heimilum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *